2007-11-01 17:25:23 CET

2007-11-01 17:25:23 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Tryggingamiðstöðin hf. - Árshlutareikningar

- 9 mánaða uppgjör 2007


1.873 milljón króna hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins


Helstu niðurstöður janúar til september 2007

•  Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins var 1.873 m.kr. en hagnaður var á sama tíma
   í fyrra að fjárhæð 464 m.kr.
 
•  Tap á þriðja ársfjórðungi var 555 m.kr. samanborið við 1.088 m.kr. hagnað á
   síðasta ári 

•  Hagnaður af vátryggingastarfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins var 358 m.kr.
   fyrir skatta samanborið við 175 m.kr. tap í fyrra. 

•  Bókfærð iðgjöld voru 16.636 m.kr. samanborið við 6.810 m.kr. á sama tíma í
   fyrra. 

•  Fjárfestingatekjur námu 4.296 milljónum króna en voru 3.516 m.kr á sama
   tímabili í fyrra 

•  Tap á hlut nam 0,51 krónum á þriðja ársfjórðungi.

•  Heildareignir TM voru 72.985 m.kr. þann 30. september 2007 en voru 69.661 um
   áramót 

•  Eigið fé nam 23.097 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 22.121 m.kr. um
   áramót 

•  Eiginfjárhlutfall var 31,6% þann 30. september.

•  Norska vátryggingarfélagið Nemi er hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006
   og hefur áhrif á samanburð rekstrar og efnahags TM á milli ára. 

Um uppgjörið
Nokkrir þættir höfðu neikvæð áhrif á afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi. 
Miklar sveiflur voru á gengi hlutabréfa í ársfjórðungnum sem höfðu neikvæð
áhrif á afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins.  Afkoma af
vátryggingastarfsemi er enn undir markmiðum.  Afkoma Nemi dótturfélags TM í
Noregi hefur verið í samræmi við áætlanir og hlutföll tjóna og kostnaðar innan
þeirra marka sem sett hafa verið.  Afkoma vátryggingastarfsemi TM á Íslandi er
misjöfn eftir flokkum og eru það einkum tveir flokkar vátrygginga sem skila
slakri afkomu.  Þessir flokkar eru eins og áður frjálsar ökutækjatryggingar og
slysatryggingar sjómanna. 
 
Töluverður kostnaður var bókfærður í ársfjórðungnum vegna breytinga á
yfirstjórn félagsins.  Hér er um að ræða einskiptis kostnað og er annar
kostnaður félagsins í samræmi við eða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Á þriðja ársfjórðungi var gengið frá útdeilingu á kaupverði Nemi.  Útdeiling
leiddi til lækkunar á viðskiptavild um 724 milljónir króna, sem skiptist á
vörumerki, viðskiptasambönd og tekjuskattsskuldbindingu.  Viðskiptasambönd eru
afskrifuð á 5 árum. Nemi hefur verið hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006
og þar af leiðandi koma til gjaldfellingar í þessum ársfjórðungi afskriftir í
13 mánuði að fjárhæð ISK 45,6 m.kr. eftir skatta.  Viðskiptavild og vörumerki
verða virðisrýrnunarprófuð einu sinni á ári. 



Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri, s. 515 2636 .