2012-08-22 18:11:41 CEST

2012-08-22 18:12:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fréttatilkynning vegna stefnu


Tilkynning vegna stefnu á hendur Lánasjóði sveitarfélaga ohf. (LS)

Lánasjóði sveitarfélaga barst í dag stefna frá lántaka vegna ágreinings um
uppreikning á erlendu láni. Lánið sem um ræðir var upphaflega að verðmæti 115
milljónir króna og var endurlánað af LS á móti lántöku í erlendum banka árið
2007. 

Lánasjóðurinn hefur áður upplýst að hann efist ekki um lögmæti erlendra
lánasamninga sinna og þeir dómar sem fallið hafa að undanförnu hafa styrkt þá
skoðun.  Lánasjóðurinn telur sömuleiðis þann lánasamning sem stefnt er út af
vera í fullu samræmi við lög nr. 38/2001 sem vísað er til í stefnunni. 

Í ljósi þess að sjóðnum hefur borist formleg stefna vegna lánveitinga í
erlendum myntum telur sjóðurinn hins vegar rétt að upplýsa um það og
eftirfarandi heildarstærðir tengdar erlendu lánasafni sjóðsins. 

Í árslok 2008 var verðmæti útlána sjóðsins í erlendum myntum samtals 19.188
milljónir króna. 

Í árslok 2011 var samsvarandi tala komin niður í 11.508 milljónir króna.

Það er skoðun sjóðsins og lögmanna hans að það sé ekki ástæða til að breyta því
mati að lán sjóðsins standist lög. Með fyrirhugaðri málshöfðun  gæti reynt á
það fyrir dómi og efa um lögmæti lánanna væri þar með eytt. 



Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, í síma: 515
4949, e-mail: ottar@lanasjodur.is