|
|||
![]() |
|||
2025-02-12 17:30:00 CET 2025-02-12 17:30:34 CET REGULATED INFORMATION Arion Bank hf. - ÁrsreikningurAfkoma Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2024 og á árinu 2024Hagnaður Arion banka á 4F 2024 nam 8,3 milljörðum króna og 26,1 milljörðum króna á árinu 2024. Fundur og vefstreymi fyrir markaðsaðila 13. febrúar kl. 8:30 Lykiltölur á fjórða ársfjórðungi 2024
Lykiltölur fyrir árið 2024
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka Árið 2024 var um margt viðburðaríkt í starfsemi Arion samstæðunnar, sem samanstendur af Arion banka, Verði tryggingum og sjóðastýringarfélaginu Stefni. Vörður opnaði fjögur útibú sem eru sameiginleg með Arion banka, tvo á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Stykkishólmi og annað á Egilsstöðum, en fyrir voru Vörður og Arion með sameiginleg útibú á Selfossi og Akureyri. Við viljum að þeir viðskiptavinir, sem nýta breiddina í þjónustu Arion samstæðunnar, njóti góðs af því. Þess vegna kynntum við til leiks Arion endurgreiðslu sem gerir þeim viðskiptavinum Arion banka, sem tryggja hjá Verði, kleift að fá 5% endurgreiðslu tryggingaiðgjalda eftir 12 tjónalausa mánuði. Við kynntum líka veigamiklar breytingar á Premíu þjónustu okkar sem er sérsniðin og persónuleg þjónusta fyrir umsvifamestu viðskiptavini bankans. Á næstunni munum við svo kynna til leiks nýtt fríðindakerfi fyrir viðskiptavini sem nær til bankaþjónustu Arion, trygginga Varðar og viðskipta í sjóðum Stefnis. Arion banki gerði á árinu mikilvægan ábyrgðarsamning við Evrópska fjárfestingarsjóðinn (EIF) sem gerir okkur kleift að veita um 15 ma.kr. í lán til smárra og meðalstórra fyrirtækja með ábyrgð frá EIF. Markmiðið er að styðja við nýsköpun þegar kemur að sjálfbærni og umhverfismálum, stafvæðingu samfélagsins og menningu. Fjölbreytni þjónustunnar er einn helsti styrkur Arion samstæðunnar sem býður ekki aðeins fjölbreyttustu fjármálaþjónustuna hér á landi heldur er hún sömuleiðis nær öll aðgengileg í Arion appinu sem var valið besta bankaappið af viðskiptavinum bankanna áttunda árið í röð. Við kynntum á árinu til leiks nýjar stafrænar lausnir sem snúa að fjölskyldum og fyrirtækjum. Nú er hægt að sjá yfirlit yfir stöðu reikninga hjá börnum og maka, stofna reikninga fyrir börn og eiga viðskipti í sjóðum fyrir þeirra hönd. Einnig kynntum við til leiks framúrskarandi kortalausnir fyrir fyrirtæki þar sem m.a. er hægt að taka mynd af kvittunum og festa við færsluyfirlit og stýra heimildum á þægilegan hátt. Sá árangur náðist einnig á á árinu að eignir í stýringu samstæðunnar, þ.e. hjá mörkuðum Arion og hjá Stefni, fóru yfir 1.600 ma.kr. og eru í fyrsta sinn komnar yfir efnahagsreikning samstæðunnar. Stefnir leiddi einnig kaup lífeyrissjóða á Íveru, í gegnum sjóðinn SRE III, sem á 1.900 íbúðir sem leigðar eru til langs tíma til almennings. Markaði fjárfestingin nýtt upphaf í aðkomu íslenskra lífeyrissjóða að fasteignamarkaðnum. Við hjá Arion samstæðunni erum samt einna stoltust af átakinu Konur fjárfestum sem hófst snemma á síðasta ári. Yfir 4.000 konur sóttu þá 45 viðburði sem við héldum á árinu um fjármál og fyrirtæki víðs vegar um landið. Þessu mikilvæga átaki hefur verið afar vel tekið en það snýr að því að auka þátttöku kvenna á fjármálamörkuðum. Það hefur hallað á konur á því sviði en við sjáum að nálin er byrjuð að hreyfast í rétta átt því að hlutfallsleg aukning eigna á vörslusöfnum kvenna var næstum þreföld á við aukningu karla á árinu. Þá var hlutfallsleg aukning kvenna í áskriftum í sjóðum tvöföld á við karla. Þetta er langtímaverkefni sem við munum halda ótrauð áfram með.” Fundur / vefstreymi fyrir markaðsaðila 13. febrúar kl. 8:30 Hægt verður að nálgast streymið á Lumiconnect og á fjárfestatengslavef bankans. Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur í gegnum spjallþráð á sömu síðu. Spurningum verður svarað að loknum kynningum. Fjárhagsdagatal |
|||
|