2012-04-02 11:29:51 CEST

2012-04-02 11:30:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair gengur frá samningum um tvær Boeing 757-200 vélar


Vegna stækkunar á leiðarkerfi Icelandair mun félagið vera með 16 vélar í
rekstri næsta sumar samanborið við 14 vélar sumarið 2011.  Gengið hefur verið
frá samningum um tvær Boeing 757-200 vélar sem munu bætast við flota Icelandair
á næstu mánuðum.  Annars vegar er um að ræða kaup á vél og hins vegar leigu á
vél til 20 mánaða.  Kaupin eru fjármögnuð úr sjóðum félagsins. Kaupverðið er
trúnaðarmál.  Báðar vélarnar eru á leið í hefðbundið innleiðingarferli
Icelandair til að uppfylla staðla félagsins fyrir notkun.  Gert er ráð fyrir að
báðar vélarnar verði tilbúnar til notkunar í leiðarkerfi félagsins í maí næst
komandi. 



Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801