2013-10-25 18:53:17 CEST

2013-10-25 18:54:18 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

Uppgjör Nýherja hf. á þriðja ársfjórðungi 2013 - 25. október 2013




Helstu upplýsingar:

  --     Vöru- og þjónustusala á tímabilinu nam 2,897 mkr og framlegð var 21,5%
  --  EBITDA 71 mkr á þriðja ársfjórðungi og 218 mkr á fyrstu 9 mánuðum ársins
  --  EBITDA í fjórðungnum af reglubundinni starfsemi þegar tillit er tekið til
          einskiptiskostnaðar var 118 mkr en var 125 mkr á sama tímabili 2012
  --  Heildartap 100 mkr á þriðja ársfjórðungi 2013
  --  Eigið fé samstæðunnar nemur 1.187 mkr og eiginfjárhlutfall er 18,4%
  --  Viðsnúningur á rekstri Applicon AB í Svíþjóð sem nú skilar hagnaði
  --  Mikill vöxtur tekna TM Software og afkoma góð
  --  Finnur Oddsson tók við sem forstjóri félagsins í stað Þórðar Sverrissonar



Finnur Oddsson, forstjóri:

„Rekstrarhagnaður Nýherjasamstæðunnar á þriðja ársfjórðungi er 71 mkr sem er
nokkuð lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra. Að stærstum hluta skýrist
lakari afkoma af einskiptiskostnaði vegna skipulagsbreytinga í ársfjórðungnum
en einnig vegna áframhaldandi tapreksturs hjá Applicon A/S í Danmörku. 

Viðsnúningur hefur hins vegar orðið á rekstri Applicon í Svíþjóð sem skilaði
hagnaði á fjórðungnum. Rekstur Applicon á Íslandi gengur vel, sem og rekstur TM
Software þar sem vöxtur tekna er umfram áætlanir. 

Afkoma samstæðu Nýherja hefur verið óásættanleg um þó nokkurt skeið og er nú
unnið að stefnumótun og endurskilgreiningu á megináherslum til lengri tíma.
Markmiðið er að efla þjónustu, bæta afkomu og styrkja eiginfjárstöðu
félagsins."



Rekstrarniðurstaða á þriðja ársfjórðungi 2013: Sjá fréttatilkynningu í viðhengi.





Nánari upplýsingar: Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, í síma +354 862 0310.: