2008-05-09 19:25:37 CEST

2008-05-09 19:26:38 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Langanesbyggð - Ársreikningur

- Ársreikningur 2007


Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2007 var tekinn til fyrri umræðu af
hreppsnefnd föstudaginn 9. maí 2008 og vísað til seinni umræðu.  Samkvæmt
sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í
sveitarstjórn.  Seinni umræða fer fram föstudaginn 16. maí nk. 

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem
falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir
alla starfsemi þess þ.e. A og B hluta, sbr. 60 gr. sveitarstjórnarlaga, nr.
45/1998 

Til A hluta , þ.e. sveitarsjóðs, telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er
fjármögnuð með skatttekjum, en auk aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og
Þjónustumiðstöð.  Til b-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að
hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja
er fjármagnaður með þjónustutekjum.  Fyrirtæki sem falla undir B hluta
starfsemi sveitarfélagsins eru Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita,
Hafnarsjóður, Naust og Fræ ehf. 

Tekjur sveitarfélagsins voru nokkuð yfir áætlun, eða um 5% í samanteknum A og B
hluta.  Hins vegar voru skatttekjur í samræmi við áætlun. Útgjöld eru nokkuð
yfir áætlun fyrir A og B hluta, eða um 8%. 
Samkvæmt ársreikningi var afkoma fyrir fjármagnsliði um 20 millj. kr. lakari en
fjárhagsáætlun  gerði ráð fyrir í A- hluta og fjármunamyndun rekstrar var um 10
millj. kr. lakari, samanber sjóðsstreymi.  Frávik í A-hluta eru einkum til
komin vegna afskrifta krafna og skatttekna, ófyrirséðra útgjalda vegna
samstarfsverkefna sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum og  hækkunar launakostnaðar
vegna forfalla og skipulagsbreytinga.  Frávik í B-hluta  voru óveruleg. 

Í fjármagnsliðum eru veruleg frávik frá fjárhagsáætlun sem koma til vegna þess
að B-hluta fyrirtækið Fræ ehf. seldi 33% eignarhluta sinn í Þórshöfn
fjárfestingu ehf. til Ísfélags Vestmannaeyja hf. og nam söluhagnaður vegna þess
um 164 millj. kr. eftir skatta og er sú fjárhæð færð til tekna undir
fjármagnsliðum í ársreikningi samantekins A og B hluta Langanesbyggðar. 

Frekari upplýsingar veitir:
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri bjorn@langanesbyggd.is, í síma 468 1220 eða
895 1448.