2015-01-16 17:37:12 CET

2015-01-16 17:38:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Áhrif gengisbreytinga á stöðu Orkuveitu Reykjavíkur


Orkuveita Reykjavíkur hefur í kjölfar 9 mánaða uppgjörs framkvæmt
áhættuvarnarsamninga með undirliggjandi fjárhæð 36 milljarða ISK. Samningarnir
breyta greiðsluflæði úr CHF, SEK, GBP og JPY yfir í USD. Gengisbreytingar að
undanförnu hafa haft jákvæð áhrif á efnahag fyrirtækisins, sem nema um 2,8
milljörðum króna á efnahag, án tillits til greiðsluflæðis, frá 30. september
2014 til 16. janúar 2015. 

Fyrirtækið á gjaldeyri fyrir afborgunum í erlendri mynt a.m.k. næstu 6 mánuði.