2015-05-28 20:58:27 CEST

2015-05-28 20:59:28 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

REITIR: Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Stjórn Reita hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar félagsins tekið ákvörðun
um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið
áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er að kaupa allt að 34
milljónum hluta sem jafngildir 4,51% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð
endurkaupanna verði aldrei meiri en 2.300 millj. kr. Áætlunin verður í gildi
til 29. febrúar 2016. 

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Arctica Finance hf. sem tekur allar
viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð
félaginu. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða
tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara
fram. 

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660
3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.