2008-09-30 18:39:10 CEST

2008-09-30 18:40:11 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Egla hf. - Ársreikningur

- 6 mánaða uppgjör 2008


Stjórn Eglu hf. samþykkti í dag árshlutareikning félagsins fyrir síðastliðið
rekstrartímabil. Árshlutareikningurinn hefur fengið fyrirvaralausa
könnunaráritun endurskoðanda félagsins. Í árshlutareikningi félagsins kemur
meðal annars fram eftirfarandi: 


15.031 milljóna króna tap á rekstrartímabilinu

•  Tap tímabilsins var 15.031 milljónir króna en fyrir sama tímabil í fyrra var
   hagnaður félagsins 23.076 milljónir króna. 

•  Gangisvirðisbreyting hlutabréfa var neikvæð um 6.890 milljónir króna í
   samanburði við jákvæða breytingu um 23.639 milljónir króna frá fyrra ári. 

•  Reiknaður tekjuskattur tímabilsins var 836 milljónir króna.


Efnahagur í lok tímabils

Eignir félagsins lækkuðu um 33.587 milljónir króna frá byrjun árs til loka
tímabilsins. Heildarskuldir Eglu hf. lækkuðu um 18.555 miljónir króna frá
upphafi árs til loka tímabilsins og eru 37.198 milljónir króna. 
Eigið fé lækkaði um 15.031 millljónir króna. Breytingin skýrist af afkomu
tímabilsins. 


Rekstrarhorfur á yfirstandandi ári

Á yfirstandandi reikningstímabili hefur ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum
einkennst af mikilli lausafjárkreppu með þeim afleiðingum að hlutabréf skráðra
félaga á Íslandi hafa lækkað mikið auk þess sem lán félagsins hafa hækkað með
veikingu krónunnar. Í þeim tilgangi að verjast gengisáhættu hefur móðurfélag
félagsins, Kjalar hf. gert gjaldmiðlasamninga á heildarlánasafni
samstæðunnar.Eiginfjárstaða Eglu hf. er sterk og er félagið vel í stakk búið
til að takast á við fjármálaumhverfið á yfirstandandi ári. 


Atburðir sem áttu sér stað að loknu rekstrartímabili

Markaðsverð skráðra félaga í eignasafni Eglu hf. hefur lækkað það sem af er
seinni helmings 2008. Eignarhlutur félagsins í Kaupþingi hf. hefur lækkað um
5,2% og í Alfesca um tæp 12,9% á tímabilinu. Á sama tímabili hefur gengi
íslensku krónunnar veikst um 16,83%. Þrátt fyrir þessar breytingar er
eiginfjárstaða  félagsins sterk á áritunardegi árshlutareikningssins.