2011-02-24 10:28:47 CET

2011-02-24 10:29:47 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Niðurstaða úr skuldabréfaútboði í flokki RVK 09 1



Reykjavíkurborg var með skuldabréfaútboð í flokki RVK 09 1 þann 23.febrúar
2011. Ákveðin var fyrirfram að hafna öllum tilboðum á hærri ávöxtunarkröfu en
3,75% og fór útboðið fram með "hollensku" fyrirkomulagi þar sem allir
tilboðsgjafar fá sömu ávöxtunarkröfu og hæst er tekið. 

Alls bárust tilboð að nafnvirði ISK 300.000.000 og var þeim öllum tekið á
ávöxtunarkröfu 3,75%. Stækkun flokksins nemur nú ISK 300.000.000. 

Stærð flokksins fyrir útboð var ISK 9.330.000.000.

Heildarstærð flokksins er nú ISK 9.630.000.000.

Heimilt er að stækka flokkinn alls um ISK 6.300.000.000 á árinu 2011 en á árinu
hefur flokkurinn verið stækkaður um ISK 300.000.000.