2009-04-03 16:49:25 CEST

2009-04-03 16:50:32 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Ársreikningur

- Ársreikningur 2008


Eik fasteignafélag hf. birtir í dag ársuppgjör sitt að loknum stjórnarfundi þar
sem reikningar félgagsins voru samþykktir. 

Niðurstaða Eikar fasteignafélags hf. fyrir árið 2008:

Hagnaður fyrirtækisins var neikvæður um 31,6 milljónir króna.

•  Velta var 1.798,5 milljónir króna, sem er 24% aukning frá fyrra ári.

•  EBITDA var 1.292,3 milljónir króna, sem er 24% aukning.

•  Arðsemi eigin fjár var -1,25%.

•  Heildareignir félagsins voru að andvirði 20,252 milljarðar króna.

•  Víkjandi fjármagn, þ.e. eigið fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbindingar,
   var að andvirði 3,353 milljarðar króna. 

•  Hlutfall víkjandi fjármagns var 16,6%.

•  Handbært fé frá rekstri var 683,8 milljónir króna.

Fjárhagsleg áhætta
Starfsemi Eikar fasteignafélags hf. er fyrst og fremst falin í útleigu húsnæðis
og fjárhagsleg áhætta félagsins því aðallega þar, ásamt áhættu vegna
fjármagnskostnaðar og gengisbreytinga. Staða Eikar fasteignafélags hf. á
leigumarkaði er sterk og mikil ásókn í leiguhúsnæði hjá félaginu. Rekstur
félagsins gekk vel árið 2008 þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði þar sem verð á
atvinnuhúsnæði hefur fallið og seljanleiki er mjög lítill. 

Ekki verulegur samdráttur nýrra leigusamninga
Þrátt fyrir augljósan samdrátt í eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði hefur
fyrirspurnum til félagsins um leigueiningar ekki fækkað þó að eðli
eftirspurnarinnar hafi breyst. Ekki hefur orðið verulegur samdráttur í gerð
nýrra leigusamninga hjá félaginu. Er það greinileg vísbending um sterka stöðu
Eikar. Minnkandi eftirspurn hefur hins vegar haft áhrif á leiguverð til skemmri
tíma. 

Endurfjármögnun eitt af helstu verkefnum
Þrátt fyrir mikið eigið fé og sterka sjóðstöðu er ljóst að eitt af helstu
verkefnum félagsins á árinu 2009 verður endurfjármögnun. Yfir 500 m.kr.
eingreiðslulán er á gjalddaga um mitt árið og munu reglubundnar afborganir nema
svipaðri fjárhæð. Þar sem virðisútleiguhlutfallið hefur lækkað og leigutekjur
félagsins hafa dregist saman er ljóst að eingreiðslulánið þarf að
endurfjármagna að fullu og hluta af reglubundnum afborgunum. 


Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
S. 590 2200 / 861 3027