2008-08-29 15:52:08 CEST

2008-08-29 15:56:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hitaveita Suðurnesja - Ársreikningur

- 6 mánaða uppgjör 2008


Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 979 millj. kr., en var á sama tímabili árið
áður 2.964 millj. kr.  				 
Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur HS hf. á tímabilinu 3.938 millj.
kr., en voru 3.345 millj. kr. á sama tímabili árið áður. Hækkun rekstrartekna
nemur 18% eða 593 millj. kr. Hækkun tekna skýrist að miklu leyti af auknum
tekjum af sölu á raforku til stóriðju vegna hækkandi álverðs og gengisþróunar
íslensku krónunnar auk áhrifa af Orkuveri 6 sem tekið var í notkun undir lok
ársins 2007 og er árið 2008 fyrsta heila árið sem það er í rekstri.				 
Aðrar tekjur lækka um 634 millj. kr. frá sama tímabili árið áður. Lækkun
skýrist að mestu leyti af því að á fyrri hluta ársins 2007 var færð eingreiðsla
frá Bandaríkjastjórn að fjárhæð 10 millj. USD vegna brotthvarfs varnarliðsins.
Rekstrargjöld án afskrifta námu 2.035 millj. kr., en voru 1.737 millj. kr. árið
áður.  Hækkun rekstrargjalda er vegna hækkana á kostnaði við framleiðslu, sölu
og dreifingu á raforku.				 
Hreinar fjármunatekjur voru 317 millj. kr. á tímabilinu samanborið við 1.946
millj. kr. sama tímabil árið áður.  Veiking íslensku krónunnar gagnvart
erlendum gjaldmiðlum leiddi til 4.228 millj. kr. gengistaps, en á sama tímabili
árið áður nam gengishagnaður 1.636 millj. kr. Vaxtagjöld hækka frá sama
tímabili árið áður um 186 millj. kr. eða úr 227 millj. kr. í 413 millj. kr.sökum aukinna lántaka og skammtímafjármögnunar auk áhrifa gengisþróunar
íslensku krónunnar. Eignfærður fjármagnskostnaðar nam 34 millj. kr. samanborið
við 14 millj. á sama tímabili árið áður. Tekjur af gangvirðisbreytingum
innbyggðra afleiða félagsins námu 4.915 millj. kr. á tímabilinu samanborið við
515 millj. kr. á sama tímabili árið áður.  		 
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS hf.  þann 30. júní 2008 bókfærðar á
52.431 millj. kr. Eignir hækkuðu um 15.641 millj. kr. frá ársbyrjun, sem
skýrist af mestu leyti af því að félagið hefur nú metið virkjanir, dreifikerfi
og fasteignir til gangvirðis til samræmis við ákvæði IAS 16. Endurmat
rekstrarfjármuna sem fært er til hækkunar á eigin fé nam 8.945 millj. kr.
(7.603 millj. kr. að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa). Gangvirði afleiða
hækkaði um 4.915 millj. kr. Að öðru leyti skýrist hækkun eigna af fjárfestingum
í rekstrarfjármunum.
Skuldir HS hf. nema 24.373 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af eru
skammtímaskuldir 4.802 millj. kr.  Skuldir hafa hækkað um 7.558 millj. kr. frá
áramótum. Af því nemur hækkun langtímaskulda 6.185 millj. kr. Hækkun
langtímaskulda skýrist að mestu leyti af gengisþróun íslensku krónunnar en
stærstur hluti vaxtaberandi langtímaskulda félagsins er í erlendum verðmæli. Að
auki hefur myndast tekjuskattsskuldbinding hjá félaginu að fjárhæð 1.274 millj.
kr. sem er að mestu leyti tilkomin vegna endurmats rekstrarfjármuna.
Skammtímaskuldir hækka um 1.374, hækkun skýrist að mestu leyti af auknum
vaxtaberandi skammtímalántökum auk hækkunar ógreidds framkvæmdakostnaðar. 				 
Eigið fé HS hf. nam 28.058 millj. kr. í lok tímabilsins.  Eiginfjárhlutfall var
54% og breyttist ekki frá ársbyrjun. Í ársbyrjun var eigið fé 19.976 millj. kr.
Hækkun eigin fjár skýrist að mestu leyti af hækkun vegna endurmats
rekstrarfjármuna. Á tímabilinu var eigendum félagsins úthlutað 500 millj. kr. í
arð. 				 "Horfur um rekstur Hitaveitu Suðurnesja eru góðar.  Umsvif fara vaxandi og
áfram verður unnið að uppbyggingu kerfa samfara aukningu byggðar á
þjónustusvæði fyrirtækisins og aukinni orkuvinnslu. Unnið verður að rannsóknum
á frekari virkjunarkostum og er verið að afla margvíslegra leyfa í því skyni.
Stærstu einstöku verkefnin eru rannsóknarboranir og annar undirbúningur fyrir
nýjar virkjanir, aukin niðurdæling og uppbygging veitukerfa. Í maí 2008 voru
samþykkt á Alþingi lög á auðlinda- og orkusviði.  Samkvæmt lögunum ber meðal
annars að aðskilja formlega í sérstökum félögum einkaleyfisstarfsemi félagsins
og samkeppnisstarfsemi.  Samkeppnisstarfsemi er framleiðsla og sala á raforku. 
Þessi aðskilnaður þarf að hafa farið fram fyrir 1. júlí 2009.  Stjórn félagsins
hefur hafið undirbúning að skiptingu félagsins. "
Nánari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., í
síma 422 5200/860 5208.