|
|||
2024-05-10 14:36:51 CEST 2024-05-10 14:36:51 CEST Reginn hf. - YfirtökutilboðReginn hf.: FME samþykkir afturköllun valfrjáls tilboðs í Eik fasteignafélag hf.Vísað er til opinbers tilboðsyfirlits, dags. 10. júlí 2023, sbr. viðauka, dags. 14. september 2023, í tengslum við valfrjálst tilboð Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið“). Þá er vísað til tilkynningu Regins, dags. 29. apríl síðastliðinn, þess efnis að félagið hefði ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu sem var til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegs samruna Regins og Eikar og óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands („FME“) til þess að falla frá valfrjálsa tilboðinu. Með vísan til 105. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur hefur FME í dag samþykkt beiðni Regins um afturköllun á valfrjálsa tilboðinu. Afturköllun valfrjálsa tilboðsins verður birt opinberlega í samræmi við ákvæði laga nr. 108/2007 um yfirtökur. Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson– Forstjóri Regins – hb@reginn.is - s. 821-0001 |
|||
|