2012-04-03 19:30:00 CEST

2012-04-03 19:30:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sandgerðisbær - Ársreikningur

Ársreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2011


Aukin framlegð ársins 2011 sýnir árangur í endurskipulagningu reksturs

Ársreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2011 er lagður fram til fyrri umræðu í
bæjarstjórn í dag 3.  apríl.  Seinni umræða um reikninginn fer fram 2. maí. Á
árinu var unnið  að endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins og ber
ársreikningurinn keim af þeim miklu aðhaldsaðgerðum sem unnið hefur verið að. 

Í því sambandi er vert að benda á að framlegð sveitarfélagsins sem er
heildartekjur þess að frádregnum launum, launatengdum gjöldum og öðrum
rekstrarkostnaði hefur farið úr því að vera neikvæð  í A hluta um 7,2% í
jákvæða framlegð sem nemur  8,5%. Framlegð í  A og B hluta er jákvæð sem nemur
13,9% í A og B hluta.  Á árinu 2010 var samsvarandi landsmeðaltal í A hluta um
8% og í A og B hluta um 18%. Sambærilegt  landsmeðaltal fyrir árið 2011 liggur
ekki fyrir. Samkvæmt samþykktum fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins stefnir
framlegð sveitarfélagsins fyrir A og B hluta í að verða yfir 20% og er þá komin
vel yfir landsmeðaltal. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins þegar afskriftum og fjármagnsliðum hefur
verið bætt við framlegðina var neikvæð um 447 mkr. í A og B hluta sem lýsir
best þeim vanda sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir. Fjármagnsgjöld að
frádregnum fjármagnstekjum  voru neikvæð um 445 mkr. Verðbætur og gengismunur
vega þungt í þessari niðurstöðu en verðbólga nam rúmum 5% á árinu 2011. Á árinu
2010 voru fjármagnsliðir jákvæðir um 45 mkr. sem skýrist einkum af
gengishagnaði af skuldum og skuldbindingum. 

Veltufé frá rekstri í A og B hluta sveitarfélagsins var neikvætt um 6,8 mkr.
sem í raun þýðir að sveitarfélagið greiddi  að mestu vexti af öllum
skuldbindingum í samræmi við samninga en hafði ekki fé aflögu frá rekstri til
greiða  afborgair skulda. 

Fjármögnunarhreyfingar námu 475 mkr. og var gengið á handbært fé til greiðslu
afborgana. 

Í nýjum sveitarstjórnalögum er gert ráð fyrir að sveitarfélög skuldi ekki meira
en sem nemur 150% af heildartekjum sínum.  Í árslok 2011 var þetta
skuldahlutfall 388%  en var í lok árs 2010 455%.  Skuldir í lok árs 2011  nema 
um 3,1 mkr. á  íbúa.  Líta ber þó  til þess að sveitarfélagið á miklar eignir á
móti þessum skuldum eða um 3,6 mkr. á íbúa, þar af er handbært fé í sjóði rúmur
einn milljarður króna eða tæpar 700 þúsund kr. fyrir hvern íbúa.  Sé handbært
fé dregið frá skuldum sveitarfélagsins nemur skuldahlutfallið um 300% af
heildartekjum.