2014-05-28 17:46:58 CEST

2014-05-28 17:47:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
N1 hf. - Ársreikningur

N1 hf : Afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2014


Afkoma N1 hf. á fyrsta ársfjórðungi 2014

Helstu niðurstöður

  * Rekstrartekjur voru 11.325 m.kr. samanborið við 12.783 m.kr. á fyrsta
    ársfjórðungi 2013.
  * Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 120 m.kr. (1F2013: 279
    m.kr.).
  * Heildartap á fyrsta ársfjórðungi nam 86 m.kr. (1F2013: 22 m.kr.
    heildarhagnaður).
  * Minni umsvif í sjávarútvegi en á fyrsta ársfjórðungi 2013, einkum vegna
    lakari loðnuvertíðar.
  * Eiginfjárhlutfall var 49,6% eftir 1.650 m.kr. arðgreiðslu sem samþykkt var á
    aðalfundi 27. mars 2014 og greidd út til hluthafa 28. apríl 2014.
  * Handbært fé frá rekstri var 314 m.kr. (1F2013: 419 m.kr.).
  * Framlegð af vörusölu skiptist þannig að um 53% er vegna sölu á eldsneyti en
    47% vegna sölu annarra vara en var 57% vegna sölu á eldsneyti og 43% vegna
    sölu annarra vara á fyrsta ársfjórðungi 2013.
  * Meðalfjöldi stöðugilda var 522 á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 542 á
    fyrsta ársfjórðungi 2013.
  * Veltuhraði birgða var rúmlega 10 á fyrsta ársfjórðungi samanborið við
    tæplega 8 á fyrsta ársfjórðungi 2013.



Reksturinn á fyrsta ársfjórðungi 2014

Rekstur  félagsins var undir  áætlun á fyrsta  ársfjórðungi sem skýrist að mestu
vegna  minni  umsvifa  í  sjávarútvegi  og  á  einstaklingsmarkaði. Selt magn af
eldsneyti  til sjávarútvegs var 14,5% minna en á fyrsta ársfjórðungi 2013 sem má
að  stærstum hluta  rekja til  lakari loðnuvertíðar.  Einnig hafði þróun USD/ISK
neikvæð áhrif á framlegð félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2014.

Áætluð EBITDA 2.600 m.kr. á árinu

Á  aðalfundi félagins 27. mars 2014 kom fram  að EBITDA spá félagsins fyrir árið
2014 væri 2.600 m.kr. Þrátt fyrir að uppgjör fyrsta ársfjórðungs sé undir áætlun
þá breytir það ekki EBITDA spá félagsins.

Atburðir eftir lok reikningsskiladags

Í  maí  tók  félagið  kauptilboði  í  fasteignina  að Ægisíðu 102 og er áætlaður
söluhagnaður  að lágmarki 260 m.kr. Áætlað er að starfsemi að Ægisíðu verði hætt
á  haustmánuðum þegar gengið  hefur verið frá  kaupsamningi en ekki  er talið að
lokunin muni hafa veruleg áhrif á EBITDA félagsins.

Nánari  upplýsingar veita  Eggert Benedikt  Guðmundsson, forstjóri, (e@n1.is) og
Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (eggert@n1.is).


[HUG#1789285]