2012-04-25 19:43:02 CEST

2012-04-25 19:44:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Ákvarðanir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag


Reykjavík, 2012-04-25 19:43 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- 

Formlegar viðræður um Hverahlíðarvirkjun
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag eftirfarandi tillögu
formanns: 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur veitir forstjóra fyrirtækisins umboð til viðræðna
við fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða, og eftir atvikum Norðurál Helguvík ehf.,
um samning sem feli m.a. í sér að stofnað verði sérstakt fyrirtæki með þátttöku
Orkuveitunnar um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu og sölu þess fyrirtækis
á orku til Norðuráls að öðrum skilyrðum uppfylltum. 
Í samningsforsendum skal m.a. tryggt að ekkert framsal eigi sér stað á
eignarrétti að orkuauðlindum, sem og að tryggt verði að eignarhald á öllum
mannvirkjum og rekstri þeirra falli til Orkuveitunnar að nánar skilgreindum
tíma liðnum. Samningar, ef til þess kemur, skulu háðir fyrirvara um samþykki
stjórnar Orkuveitunnar og eigenda Orkuveitunnar.