2010-03-11 10:12:11 CET

2010-03-11 10:13:11 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Skipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Skipti ræðir við lánveitendur um hraðari endurgreiðslur lána og endurskoðun skilmála


Skipti hf.  eiga  í viðræðum við lánardrottna félagsins sem miða að því að
Skipti greiði lán félagsins hraðar upp en gert er ráð fyrir í lánasamningum.
Lausafjárstaða  Skipta  er mjög sterk, um áramótin átti félagið yfir 20
milljarða króna í handbæru fé. Skuldir félagsins hafa hins vegar hækkað með
falli íslensku krónunnar þar sem hluti skulda félagsins er í erlendri mynt.
Skipti hafði gert gjaldmiðlaskiptasamninga við íslenska banka til að verja
félagið gegn falli krónunnar en þeir samningar hafa ekki verið uppfylltir af
hálfu bankanna.  Við hækkun skulda var það mat lánveitenda að skilmálar sem eru
í lánasamningum  hefðu raskast og óskuðu lánveitendur í kjölfarið eftir því að
Skipti greiddi lánin hraðar niður með handbæru fé félagsins. Það skal áréttað
að öll lán Skipta eru í skilum. Stefnt er að því að niðurstaða fáist í
viðræðurnar á næstu vikum.