2011-10-17 17:49:08 CEST

2011-10-17 17:50:09 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Undirritun samnings í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði


Í dag var skrifað undir samning milli Lánamála ríkisins f.h. ríkissjóðs og
Straums fjárfestingabanka í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt
á eftirmarkaði. Er samningurinn samhljóða samningum er gerðir voru við aðra
aðalmiðlara þann 29. apríl 2011. 

Samningurinn gildir frá 18. október 2011 til 31. mars 2012.

Frá 18. október 2011 hafa fimm fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig
„aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Íslandsbanki, MP Banki, Landsbankinn,
Arion banki og Straumur Fjárfestingarbanki. 

Frekari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson hjá Lánamálum ríkisins í síma 569
9600.