2014-10-14 19:36:45 CEST

2014-10-14 19:37:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Standard & Poor's breytir horfum á lánshæfiseinkunn Arion banka úr stöðugum í jákvæðar


Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur staðfest BB+
lánshæfiseinkunn Arion banka og breytt horfum úr stöðugum í jákvæðar. 

Breytingin er gerð í kjölfar þess að S&P hefur uppfært efnahagslega áhættuþætti
fyrir Ísland úr stöðugum í jákvæða auk þess sem þeir telja líklegt að draga
muni enn frekar úr efnahagslegu ójafnvægi hér á landi. S&P telur þannig horfur
fyrir fjármálamarkaðinn á Íslandi jákvæðar auk þess sem líklegt sé að gæði
eigna í fjármálakerfinu haldi áfram að aukast. Í júlí breytti S&P horfum sínum
fyrir lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í jákvæðar. 

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

Íslenskt efnahagslíf hefur styrkst undanfarin misseri og við sjáum þess merki á
öllum helstu mælikvörðum. Arion banki hefur einnig styrkst ár frá ári og nýtur
þess að vera með trausta eiginfjár- og lausafjárstöðu auk sterkrar markaðsstöðu
á Íslandi. Þessi ákvörðun Standard & Poor‘s er því staðfesting á fjárhagslegum
styrk bankans og jákvæðum framtíðarhorfum í íslensku efnahagslífi. 


Nánari upplýsingar veita:

Bára Mjöll Þórðardóttir, fjárfestatengill Arion banka,
bara.thordardottir@arionbanki.is, 
s. 444 7159.

Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka,
haraldur.eidsson@arionbanki.is, 
s. 444 7108.