2012-03-22 17:03:41 CET

2012-03-22 17:04:42 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvaki - Fyrirtækjafréttir

Landsbréf kaupa sjóði Landsvaka


Í dag samþykkti Fjármálaeftirlitið sölu og yfirfærslu allra sjóða frá
rekstrarfélaginu Landsvaka hf. til rekstrarfélagsins Landsbréfa hf. Bæði
félögin eru dótturfélög Landsbankans hf. og í fullri eigu bankans. Við
yfirfærsluna taka Landsbréf við 21 verðbréfa-, fjárfestingar- og
fagfjárfestasjóðum. Sautján þeirra eru í rekstri en fjórir í slitaferli.
Landsbréf taka yfir rekstur sjóðanna um næstu mánaðamót. 

Undirbúningur að flutningi sjóða Landsvaka yfir í nýtt rekstarfélag hefur verið
unninn í nánu samstarfi við Fjármálaeftirlitið. Markmiðið með flutningnum er að
verja hagsmuni núverandi hlutdeildarskírteinishafa gegn afleiðingum sem
tengjast hruni á fjármálamarkaði þar sem enn eru fyrir hendi óvissuþættir sem
ekki þykir eðlilegt að hlutdeildarskírteinishafar þurfi að búa við. 

Við þessa breytingu er lögð rík áhersla á að hagsmunir eigenda
hlutdeildarskírteina í sjóðum séu tryggðir. Starfsemi Landsbréfa verður með
sama hætti og starfsemi Landsvaka. Þannig mun starfsfólk Landsvaka hefja störf
hjá Landsbréfum samhliða yfirfærslu sjóðanna. Engar breytingar verða á
starfsemi sjóðanna sjálfra. Reglur einstakra sjóða verða óbreyttar að öðru
leyti en því að nýr rekstraraðili tekur við rekstri þeirra Enginn kostnaður
fellur á hlutdeildarskírteinishafa við þessa breytingu og markaðsvirði
hlutdeildarskírteina helst óbreytt. 

Sala sjóðanna er gerð að undangengnu verðmati tveggja óháðra aðila. Söluverðið
er 530 milljónir króna. Söluandvirði sjóðanna bætist við eigið fé Landsvaka sem
verður eftir í félaginu til þess að standa skil á hugsanlegum kröfum. Í kjölfar
yfirfærslunnar verður rekstrarleyfi Landsvaka skilað inn til
Fjármálaeftirlitsins en félagið verður áfram dótturfélag Landsbankans. 

Framkvæmdastjóri Landsbréfa hf. verður Ari Skúlason..“