2011-06-09 19:29:42 CEST

2011-06-09 19:30:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Útgáfa ríkissjóðs á skuldabréfi í dollurum erlendis


Ríkissjóður Íslands hefur í dag gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að
fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, jafngildi um 114 milljarða króna. 
Skuldabréfin bera fasta vexti og eru gefin út til 5 ára á ávöxtunarkröfunni 
4,993% vöxtum. Kjörin jafngilda 3,20% álagi á vexti á millibankamarkaði.
Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 2 milljörðum
Bandaríkjadala.  Fjárfestahópurinn samanstendur aðallega af fagfjárfestum frá
Bandaríkjunum og Evrópu.  Skuldabréfaútgáfan kom í framhaldi af vikulangri
kynningarherferð í Bandaríkjunum og Evrópu. Umsjón var í höndum Barclays
Capital, Citi og UBS Investment Bank. 
 „Þessi aðgerð markar heilmikil tímamót fyrir Ísland“, segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra. „ Ég er afar ánægður með að ríkissjóður sé aftur
kominn á markað nú aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun. Það er sérstaklega
ánægjulegt að það reyndist vera jafn mikil eftirspurn og raun ber vitni.
Viðtökur fjárfesta styðja skoðun okkur á því að endurreisn efnahagslífsins sé
að heppnast og horfurnar séu góðar. Með þessu er ríkið að brjóta vindinn og það
ætti að auðvelda öðrum hið sama í framhaldinu.