2018-05-24 17:15:10 CEST

2018-05-24 17:15:13 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsvirkjun - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Þriggja mánaða uppgjör Landsvirkjunar



Tekjuhæsti fjórðungur í sögu fyrirtækisins

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrartekjur námu 141,2 milljónum USD (13,8 ma.kr.) og hækka um 22,4 milljónir USD (18,8%) frá sama tímabili árið áður .
  • EBITDA nam 105,3 milljónum USD (10,3 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 74,6% af tekjum, en var 74,3% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 55,9 milljónum USD (5,5 ma.kr.), en var 43,8 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 27,7% milli tímabila.
  • Hagnaður tímabilsins var 9,1 milljón USD (0,9 ma.kr.) en var 49,4 milljónir USD á sama tímabili árið áður.
  • Nettó skuldir lækkuðu um 4,6 milljónir USD (0,4 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok mars 2.038,1 milljón USD (199,7 ma.kr.).  
  • Handbært fé frá rekstri nam 81,1 milljón USD (8,0 ma.kr.) sem er 22,4% hækkun frá sama tímabili árið áður.

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Fyrsti ársfjórðungur 2018 er sá tekjuhæsti í sögu fyrirtækisins sem skýrist meðal annars af aukinni orkusölu og hærra álverði. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 28% frá sama tímabili í fyrra. Þau ánægjulegu tíðindi bárust á ársfjórðungnum að Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar um einn flokk í Baa2 sem endurspeglar bætta rekstrarstöðu og framtíðarhorfur fyrirtækisins.

Í apríl mánuði fór Þeistareykjastöð í fullan 90 MW rekstur, unnið er að stækkun Búrfellsvirkjunar og er áætlað að gangsetning verði um mitt sumar 2018. Fjármunamyndun fyrirtækisins (handbært fé frá rekstri) á fyrsta fjórðungi ársins stóð að fullu undir þessum fjárfestingum og að auki lækkuðu nettó skuldir frá áramótum.“

Viðhengi