2009-03-31 16:05:13 CEST

2009-03-31 16:06:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. - Ársreikningur

- Afkoma ICEQ verðbréfasjóðs á árinu 2008


Framsetning ársreiknings ICEQ verðbréfasjóðs er í samræmi við reglur um
reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af
Fjármálaeftirlitinu.
•  Tap varð af rekstri sjóðsins á árinu 2008 að fjárhæð 1.924 m.kr. samkvæmt
   rekstrarreikningi og er tapið fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ
   verðbréfasjóðs. 

•  Eigið fé sjóðsins í lok árs 2008 nam 77 m.kr. skv. efnahagsreikningi.

•  Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG hf. sem telur að ársreikningurinn
   gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2008, efnahagi hans 31. desember
   2008 og breytingu á hreinni eign sjóðsins á árinu 2008, í samræmi við lög um
   ársreikninga. 

Eigið fé Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., sem er rekstraraðili ICEQ
verðbréfasjóðs, nam þann 31. desember 2008 1.244 m.kr. samkvæmt
efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall, sem reiknað er samkvæmt lögum nr.
161/2002 um fjármálafyrirtæki, er 16,6% en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki
vera lægra en 8,0%. Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. er dótturfélag Nýja
Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans. 
Hægt verður að nálgast ársreikning sjóðsins frá og með deginum í dag í móttöku
Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. að Borgartúni 19, Reykjavík. 

Nánari upplýsingar um ársreikning ICEQ verðbréfasjóðs og Rekstrarfélags
Kaupþings banka hf. veitir Sigþór Jónsson, sjóðsstjóri, í síma 444 6000.