2014-04-16 17:29:28 CEST

2014-04-16 17:30:29 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eimskipafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Eimskip ræður TYC til ráðgjafar um möguleg fjárfestingatækifæri


Eimskip tilkynnti nýlega um markmið sitt að efla frekar starfsemi félagsins með
því að leita fjárfestingatækifæra sem falla að stefnu þess um að vera leiðandi
flutningafélag á Norður-Atlantshafi. 

Til þess að aðstoða félagið við mat á mögulegum fjárfestingatækifærum hefur
stjórn Eimskips ákveðið að ráða The Yucaipa Companies (TYC) til að veita
félaginu ákveðna fjármálaráðgjöf við útfærslu markmiðsins. 

TYC hefur víðtæka reynslu á sviði fjárfestinga og hefur lokið meira en 60
yfirtökum samtals að verðmæti yfir 35 milljarðar dollara. TYC kom að
skipulagningu og framkvæmd endurskipulagningar Eimskips árið 2009. TYC eru
stærsti hluthafi Eimskips sem á 27% af útistandandi hlutafé félagsins. 

Sameiginlegir hagsmunir Eimskips, hluthafa þess og TYC eru að auka verðmæti
hluthafa. 



Gylfi Sigfússon, forstjóri

„Yucaipa Companies hafa tekið þátt í rekstri félagsins síðan árið 2009. Þekking
Yucaipa á félaginu og reynsla af alþjóðlegum viðskiptum koma bæði félaginu og
hluthöfum þess til góða.“ 



Frekari upplýsingar

  -- Gylfi Sigfússon, forstjóri, sími: 525 7202
  -- Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs,
     sími: 525 7202
  -- Erna Eiríksdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 825 7220, netfang:
     investors@eimskip.is