2012-09-27 13:45:23 CEST

2012-09-27 13:46:25 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sveitarfélagið Álftanes - Fyrirtækjafréttir

Framgangur viðræðna við lánardrottna sveitarfélagsins Álftaness og íbúakosning um sameiningu við Garðabæ


Fjárhaldsstjórn sveitarfélagsins Álftaness hefur náð samkomulagi við kröfuhafa
sveitarfélagsins í samræmi við skýrslu og fjárhagsáætlun fjárhaldsstjórnar frá
13.12.2010. Samningar við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, Sameinaða
lífeyrissjóðinn, Eignarhaldsfélagið fasteign, Lánasjóð sveitarfélaga og Arion
banka eru háðir því að sveitarfélagið Álftanes sameinist öðru sveitarélagi
fyrir árslok 2012. Samþykkt hefur verið að atkvæðagreiðsla um sameiningu
sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar fari fram laugardaginn 20. október. 



Snorri Finnlaugsson, bæjarstjóri



Viðhengi:

Greinargerð samstarfsnefndar um sameiningu