2009-06-02 18:15:05 CEST

2009-06-02 18:16:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Ársreikningur

- Ársreikningur 2008


Traustur rekstur Kópavogsbæjar þrátt fyrir áföll í efnahagslífinu


Aðstæður á fjármálamarkaði setja mark sitt á uppgjör Kópavogsbæjar vegna ársins
2008. Ársreikningurinn sýnir tæplega 1 milljarðs kr. afgang af aðalsjóði áður
en horft er til fjármagnskostnaðar og gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga.
Daglegur rekstur var í samræmi við fjárhagsáætlun, tekjur heldur meiri en
gjöldin nálægt áætlun. Sé hins vegar samstæðan skoðuð, A og B hluti
ársreikningsins, er niðurstaðan neikvæð sem nemur 9.620.421.000 kr. 

Neikvæð staða byggist einkum á þremur þáttum:

1) Neikvæðum fjármagnsliðum sem námu um 6,5 milljörðum kr., aðallega gengistap
   vegna falls íslensku krónunnar. 

2) Bakfærðum tekjum vegna lóðaskila en þær námu um 2,3 milljörðum kr.
   Úthlutuðum lóðum var skilað inn til bæjarins og staðið við skuldbindingar um
   endurgreiðslu að fullu. 

3) Gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 805 milljónir kr. vegna
   hruns á fjármálamarkaði. Afleiðingarnar af því voru m.a. neikvæð ávöxtun á
   Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar en aukin reiknuð
   lífeyrisskuldbinding. 

Við þetta má bæta hækkun á framkvæmdakostnaði vegna verulegrar hækkunar á
byggingarvísitölu. 


Skatttekjur urðu 513 milljónum kr. hærri en áætlað var, afskriftir 231 milljón
kr. umfram áætlun og aðrir liðir aðalsjóðs í samræmi við áætlun eins og fyrr er
getið. Heildarfjárfestingar A og B hluta (brúttó) urðu um 14,7 milljarðar kr. á
árinu 2008 eða rúmlega helmingi meiri en áætlað var. Munar mestu um yfirteknar
lóðir en landakaup fóru úr 3,6 milljörðum kr. samkvæmt áætlun í 9,7 milljarða
kr. 

Heildarskuldir samantekins ársreiknings A og B hluta án lífeyrisskuldbindinga
hækkuðu milli ára úr 15,8 milljörðum kr. í árslok 2007 í 33,5 milljarða kr. í
árslok 2008 eða um 17,7 milljarða kr. Hækkunin skýrist einkum af reiknuðum
fjármagnsliðum og yfirteknum lóðum sem fyrr segir. Þrátt fyrir slæmt árferði er
eiginfjárhlutfall Kópavogsbæjar um 21% eða eigið fé rúmar 10 milljarðar kr. 

Á síðastliðnum áratug hefur íbúum Kópavogs fjölgað um 51,3% á meðan landsmönnum
fjölgaði um 17,5%. Kópavogsbúar voru 19.802 í lok árs 1997 en 29.957 í lok
ársins 2008.