2010-09-22 10:37:46 CEST

2010-09-22 10:38:47 CEST


REGULATED INFORMATION

This message has been corrected. Click here to view the corrected message

Islandic
Kópavogsbær - Ársreikningur

Árshlutauppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2010


Meðfylgjandi er óendurskoðað og ókannað uppgjör Kópavogsbæjar fyrir fyrstu sex
mánuði ársins 2010. Uppgjörið er sett upp af endurskoðendum bæjarins samkvæmt
upplýsingum og gögnum sem þeir fengu send eða óskuðu eftir frá bænum. 
Uppgjörið er notað innanhúss til að athuga hvernig rekstrarkostnaður þróast og
myndar grunn að endurskoðaðri fjárhagsáætlun vegna 2010, sem reiknað er með að
birt verði um miðjan október n.k. 
Sú breyting er gerð á þessu uppgjöri frá fyrri uppgjörum, að skuldir og
kostnaður sem færð voru í A-hluta en hægt er að heimfæra á B-hluta fyrirtæki
eru færð þangað. Þannig sýnir uppgjörið með skýrari hætti þann kostnað sem
fellur til vegna grunnstarfsemi sveitarfélagsins (í A-hluta) og gerir samanburð
á milli sveitarfélaga marktækari. Þessi breyting hefur engin áhrif á
samstæðureikningsskilin. 
Aðal frávikið frá áætlun liggur í fjármagnsliðum. Er þar aðallega um að ræða
reiknaðan gengishagnað vegna erlendra lána er (um 1.200 m.kr.), reiknaðar
verðbætur sem urðu heldur meiri en áætlað var á fyrri árshelmingi og
markaðsvexti sem reyndust hærri en áætlað var. Samkvæmt uppgjörinu eru
heildartekjur heldur lægri en áætlað hafði verið (0,96%), en þær hafa verið að
sveiflast í kringum áætlun það sem af er ári. Laun eru heldur hærri,
annarsvegar vegna meiri þunga á fyrri hluta árs, en einnig vegna hækkunar á
tryggingargjaldi. Annar rekstrarkostnaður er nánast á pari við áætlun. 
Afkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði og afskriftir nemur alls 1.285.262 m.kr. en
í áætlun var gert ráð fyrir 1.507 m.kr. Rekstrarniðurstaða er hinsvegar 508,4
m.kr. en áætlað var að hún yrði 21,8 m.kr, miðað við hálft ár. 
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í samfélaginu og með hliðsjón af samfélagslegum
skyldum bæjarfélagsins, einkum þegar hart er í ári, hefur almennur rekstur
bæjarsjóðs í stórum dráttum verið í takti við áætlun, sem unnin var í lok
síðasta árs.