2013-10-30 14:18:44 CET

2013-10-30 14:19:45 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Company Announcement (is)

HB Grandi kaupir Vignir G. Jónsson hf.


Stjórnir HB Granda hf. og Vignis G. Jónssonar hf. hafa samþykkt kaup HB Granda
á öllu hlutafé Vignis G. Jónssonar. Samkomulagið er háð samþykki hluthafafunda
félaganna. 

Vignir G. Jónsson er rúmlega 40 ára gamalt vel rekið fyrirtæki á Akranesi sem
sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum. Félagið er stór kaupandi loðnuhrogna af
HB Granda og stærsti kaupandi grásleppu- og þorskhrogna á landinu. 46 ársverk
voru unnin hjá félaginu árið 2012 og nam velta félagsins þá 2,4 milljörðum
króna. 

Stjórn HB Granda hefur samþykkt að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að
gefið verði út viðbótarhlutafé að upphæð 100 milljónum króna að nafnvirði til
að mæta kaupum á öllu hlutafé Vignis G. Jónssonar. 

Með kaupunum er HB Grandi að styrkja rekstur félagsins og taka frekari þátt í
að fullvinna fiskafurðir. 

Eigendur Vignis G. Jónssonar munu stýra félaginu áfram og reka það í óbreyttri
mynd en möguleikar á samlegð, eins og til dæmis við sölu afurða, verða nýttir í
framhaldi af kaupunum.