2015-08-24 18:42:04 CEST

2015-08-24 18:43:06 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Afrakstur Plansins 7 milljörðum króna umfram markmið


Reykjavík, 2015-08-24 18:42 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Árangur í rekstri
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var um mitt þetta ár liðlega sjö milljörðum króna
umfram þau markmið sem sett voru í Planinu árið 2011. Reikningur samstæðu OR
fyrir hálft árið 2015 var samþykktur í stjórn OR í dag og sýnir hann 2,3
milljarða króna hagnað. 

Um 60% batans vegna innri aðgerða í rekstri OR

Í lok júní 2015 hafði Planið skilað 52,3 milljörðum króna bata í sjóð Orkuveitu
Reykjavíkur. Planið gerði ráð fyrir 45,1 milljarðs króna árangri til þess tíma.
Varanleg lækkun rekstrarkostnaðar Orkuveitunnar bætir jafnt og þétt í
árangurinn. Á móti kemur að nú eru að falla til útgjöld vegna stórra
fjárfestinga sem frestað var árið 2011. 

Vægi einstakra þátta í Planinu

Myndin sýnir vægi einstakra þátta í þeim rúmlega 52 milljarða króna bata sem
orðinn er í sjóði Orkuveitunnar frá 1. apríl 2011. Ytri hjálp nemur 39% en þar
telur lán frá eigendum 23% og hækkun gjaldskrár 16%. Innri aðgerðir í rekstri
Orkuveitunnar hafa skilað rúmum 60%. Lækkun og frestun fjárfestinga nemur 34%
og sala á eignum 17% en mikilvægasta má þó telja varanlega lækkun
rekstrarkostnaðar í Orkuveitusamstæðunni sem nemur nú rúmum 5 milljörðum króna
á tímabilinu, eða 10% af heildarárangri Plansins. 

Fjárfestingar að aukast

Verulega hefur verið fjárfest í viðhaldi veitukerfa og virkjana það sem af er
árinu. Að auki hafa framkvæmdir verið teknar upp að nýju í verkefnum sem var
frestað í hruninu. Stærstu  verkefnin eru lagning gufuæðar frá Hverahlíð að
Hellisheiðarvirkjun og uppbygging fráveitu á Vesturlandi. Viðhaldsfjárfestingar
Orkuveitunnar munu aukast á næstu misserum og komast í eðlilegt horf í lok
næsta árs. 

Sveiflur í rafmagnskaupum

Almennur rekstrarkostnaður OR hefur lækkað verulega frá því að Planinu var ýtt
úr vör. Auk rafmagns úr eigin virkjunum kaupir Orkuveitan rafmagn af
Landsvirkjun og endurselur viðskiptavinum sínum. Hún greiðir einnig fyrir
flutning rafmagnsins til Landsnets. Verulegar sveiflur eru milli ára í
rafmagnskaupum Orkuveitunnar sem koma fram í heildarrekstarkostnaði og ráðast
þær af ýmsum breytingum í innri og ytri þáttum starfseminnar. Hækkun á
rafmagnskaupum nemur 28% frá sama tímabili í fyrra. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR

Rekstur fyrirtækjanna innan samstæðu OR er orðinn traustur og stöðugur og
áhættustýring hefur dregið úr sveiflum í afkomu. Starfsmenn Orkuveitunnar
leggja sig fram um sparnað og hagsýni í rekstrinum. Þannig uppfyllum við það
hlutverk að veita viðskiptavinum okkar trausta og góða þjónustu  á sem lægstu
verði. 

Rekstraryfirlit stjórnenda

Rekstur á fyrri hluta hvers árs        2011     2012     2013      2014     2015
Allar fjárhæðir eru í milljónum                                                 
 króna á verðlagi hvers árs                                                     
Rekstrartekjur                       16.676   19.287   20.111    18.234   20.479
Laun og annar rekstrarkostnaður     (3.661)  (4.183)  (4.011)   (3.849)  (4.187)
Rafmagnskaup og -flutningur         (2.502)  (2.377)  (2.668)  (2. 530)  (3.256)
EBITDA                               10.512   12.727   13.432    11.855   13.036
Afskriftir                          (4.136)  (4.585)  (4.496)   (4.331)  (4.799)
Rekstrarhagnaður EBIT                 6.376    8.142    8.936     7.524    8.237
Afkoma tímabilsins                  (3.821)    (924)    3.736     3.831    2.260
Sjóðstreymi:                                                                    
Innleystar vaxtatekjur                   58       40       81       359      252
Greidd vaxtagjöld                   (2.452)  (2.805)  (2.473)   (2.560)  (2.215)
Handbært fé frá rekstri               8.928    9.988   10.059    10.953   11.042
Veltufé frá rekstri                   8.886   10.067   11.174     9.533   10.501




         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         forstjóri
         516 7707