2014-04-03 10:49:18 CEST

2014-04-03 10:50:19 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Ársreikningur

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013


Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013  var samþykktur  í bæjarráði
Fljótsdalshéraðs þann 2. apríl 2014 og verður síðar þann sama dag lagður fram
til fyrri umræðu í bæjarstjórn.   Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um
ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er gert ráð fyrir seinni
umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 16. apríl 2014. 

Helstu niðurstöður.

  -- Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð
     sem nam 727 millj.kr. á árinu 2013.  Fjárhagsáætlun ársins með viðaukum
     gerði ráð fyrir 739 millj.kr. afgangi.



  -- Að teknu tilliti til fjármagnsliða var rekstarafkoma Fljótsdalshéraðs á
     árinu 2013 neikvæð sem nam 57 millj.kr. en fjárhagsáætlun 2013 með
     samþykktum viðaukum gerði ráð fyrir 7 millj.kr. rekstarafgangi. Skýrist
     lakari afkoma aðallega af þrennu:



  -- Hækkun um 2,5 millj. kr. á árlegri greiðslu fyrir leiguland, en samkvæmt
     reikningsskilareglum skal núvirða framtíðarleigugreiðslur fyrir  leiguland
     og færa til skulda.  Nemur þessi hækkun 53 millj. kr. í ársreikningi 2013
     og rekstarfærist meðal fjármagnsliða.  Núvirtar tekjur vegna umrædds lands
     nema 99 millj. kr. og eru, í samræmi við reiknisskilareglur, færðar beint
     yfir eigið fé en ekki til tekna í rekstrarreikningi.
  -- Hækkun lífeyrisskuldbindingar um 37 millj. kr. sem er 17 millj. kr. hærri
     fjárhæð en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2013.
  -- Í árslok 2013 samþykkti alþingi breytingar á lögum um tekjuskatt nr.
     90/2003 þar sem Fráveitur og Vatnsveitur í meirihlutaeigu sveitarfélaga
     voru undanþegnar skattskyldu og tók ákvæðið gildi miðað við ársbyrjun 2013.
     Áhrif þessara breytinga á skatteign félagsins nemur 58,9 millj. kr. sem
     færð er til lækkunar á skatteign og til gjalda í rekstarreikningi.





  -- Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 1.341 millj.kr.
     á árinu 2013 eða 55% af skatttekjum.  Til félagsþjónustu var veitt 347
     millj.kr. og eru þar meðtalin málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélagið
     sinnir frá og með árinu 2011.  Íþrótta- og æskulýðsmál eru þriðja stærsta
     verkefni sveitarfélagsins en til þeirra mála var varið um 221 millj.kr.



  -- Framlegð af rekstri Fljótsdalshéraðs á árinu 2013 nam 727 millj. kr. eða
     22,3% af veltu og veltufé frá rekstri nam 466 millj.kr. en fjárhagsáætlun
     með samþykktum viðaukum gerði ráð fyrir 465 millj.kr.



  -- Í árslok  2013 nam veltufé frá rekstri umfram afborganir af
     langtímaskuldbindingum  59 millj.kr.  Áætlanir sveitarfélagsins fyrir
     tímabilið 2014-2017 gera ráð fyrir að framlegð aukist og á árinu 2014 verði
     veltufé frá rekstri jákvætt um 532 millj.kr. á meðan afborganir af
     skuldbindingum nemi 412 millj.kr.  Rekstur Fljótsdalshéraðs hefur frá og
     með árinu 2012 staðið ríflega undir greiðslubyrði lána og er áætlað að sú
     þróun muni halda áfram skv. langtímaáætlun sveitarfélagsins.



  -- Skuldbindingar sveitarfélagsins hækka um 653 millj.kr. frá fyrra ári og
     nema 7.936 millj.kr. í árslok 2013.  Skuldaviðmið, þ.e. skuldbindingar í
     hlutfalli af tekjum A og B hluta, hækkar á milli ára og nam 238% í árslok
     2013 en var 235% í árslok 2013.  Greiðslur af lánum og leiguskuldbindingum
     námu 406 millj. kr. á árinu 2013, auk 8 millj. viðbótarframlags til
     greiðslu lífeyrisskuldbindingar.   Tekin voru ný lán að fjárhæð 701 millj.
     kr. á árinu 2013.  Þar af voru 500 millj. lántaka vegna byggingar á
     Hjúkrunarheimili á Egilsstöðum og er í B hluta.  Hitaveita Egilsstaða og
     Fella ehf sem einnig er B hluta fyrirtæki tók 106 millj. kr. lán til
     fjárfestinga í veitumannvirkjum og Dvalarheimili aldraðra sem er B hluta
     fyrirtæki að 94% í eigu Fljótsdalshéraðs tók 166 millj. lán vegna kaupa á
     íbúðum.   Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs (B-hluti) yfirtók á uppboði
     Reiðhöllina á Iðavöllum og tók 25 millj. kr. lán vegna þeirrar
     fjárfestingar.   Í A hluta nam aukning skulda 212 millj. kr. vegna yfirtöku
     á fasteigninni Laufskógar 1 sem er Safnahúsið á Egilsstöðum.  Þar af eru
     143 á milli A og B hluta eða 69 millj. nettó sem er skuld við
     Héraðsskjalasafn Austfirðinga og greiðist á næstu 10 árum og bófærist sem
     fyrirframgreidd húsaleiga.



  -- Á árinu 2012 var gerður samningur við Velferðarráðuneytið vegna byggingar á
     nýju hjúkrunarheimili á Egilsstöðum og er áfallinn framkvæmdakostnaður í
     árslok 2013 um 440  millj.kr.  Ríkissjóður mun skv. samningnum greiða sinn
     hlut í byggingarkostnaði með leigugreiðslum næstu 40 ár eftir að húsnæðið
     er tekið í notkun.



  -- Fjárfestingar námu 848 millj.kr. á árinu 2013, þar af fóru 346 millj.kr.
     byggingu á hjúkrunarheimili, Dvalarheimili aldraðra varði 175 millj. í kaup
     á nýjum leiguíbúðum, fjárfestingar Hitaveitu Egilsstaða og Fella námu 138
     millj. kr og 69 millj. var varið í kaup á Safnahúsinu á Egilsstöðum. 
     Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs keypti reiðhöllina á Iðavöllum á 23 millj.
     í kjölfar uppboðs á eigninni.   Aðar fjárfestingar námu 97 millj. kr.   Þar
     af er eignfærðar 58 millj. vegna hlutdeildar í framkvæmdum við
     Menntaskólann á Egilsstöðum.  Aðrar fjárfestingar Eignasjóðs nema 58 millj.
     kr.   Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að 867 millj. kr. yrði
     varið til fjárfestinga á árinu 2013




Nánari upplýsingar veitir:  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.