2016-11-02 15:11:20 CET

2016-11-02 15:11:20 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Fyrirtækjafréttir

Fljótsdalshérað - Fjárhagsáætlun 2017 - 2020


Tillaga fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 ásamt 3ja ára áætlun
fyrir 2018-2020 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á
fundi þann 2. nóvember 2016 og er byggð á grunni þess fjárhagsramma sem nefndum
 sveitarfélagsins var ætlað að laga sig að í endanlegri áætlanagerð.  Áætlað er
að seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina fari fram þann 16.
nóvember. 



Þriggja ára áætlun er hluti af þeirri áætlun sem hér er lögð fram.





Lykilmarkmið bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs undanfarin ár:



  -- Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta
     á hverju þriggja ára tímabili.
     -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 er
        rekstarjöfnuður áranna 2015-2017 jákvæður um 486 millj. kr.  fyrir
        samstæðu  A- og B- hluta og 335 millj. kr í A hluta fyrir sama tímabil.



  -- Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera
     á bilinu 15 – 20%.

  -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 verður
     framlegðarhlutfall A-hluta 16,8% og í samstæðu A og B hluta 22%.



  -- Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur
     afborgunum og vöxtum af langtímalánum.

  -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 mun veltufé frá
     rekstri nema 674 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 526
     millj. kr. í samstæðu A og B hluta.
  -- 

  -- Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af
     skilgreindum tekjum.
     -- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 verður
        skuldaviðmið samstæðu A og B hluta skv. reglugerð 171% og hjá A hluta
        verður skuldaviðmið 132% í árslok 2017.





  --  Áætlað er að skuldahlutfall A hluta, sem er hinn eiginlegi sveitarsjóður,
     fari niður fyrir 150%  þegar á árinu 2016.





Framagreind viðmið hafa á undanförnum árum  verið tekin alvarlega og hefur
verið lögð mikil áhersla á það við vinnu fjárhagsáætlana.  Árangur þessara
markmiða hefur þegar sýnt sig, því tekist hefur að laga rekstur
sveitarfélagsins að breyttum aðstæðum, treysta fjárhag þess og gera það betur í
stakk búið til að mæta þörfum íbúanna í framtíðinni. 





Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2016-2020



  -- Rekstarafkoma A og B hluta samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er jákvæð um 186
     millj. kr.



  -- Skatttekjur hækka um 127 millj. kr. á milli áranna 2016 og 2017 og nema
     3.097 millj. kr. sem er 4,2% hækkun.



  -- Útsvarstekjur nema 1.768 millj. kr. og hækka um 6,7% miðað við útkomuspá
     fyrir árið 2016.



  -- Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 349 millj. kr. sem er 5,5% hækkun frá
     2016.



  -- Framlög Jöfnunarsjóðs  nema 1.020 millj. kr. sem er 2,3% hækkun frá
     áætlaðri útkomu 2016.



  -- Innri leiga á málaflokka í rammaáætlun hækkar almennt um 1,7% frá áætlun
     ársins 2016.



  -- Útkomuspá launa fyrir árið 2016 er áætluð um 1.928 millj. kr. en verða um
     2.044 millj. kr. á árinu 2017 sem gerir um 6,0% hækkun á milli ára.



  -- Framlegð (EBITDA) í A hluta er áætluð 610 millj. kr. eða 16,8% og í
     samstæðu A og B hluta er framlegð áætluð 892  millj. kr. eða 22%.





Önnur atriði sem einkenna áætlun 2017:



Ef farið er í gegnum frekari greiningu á þeirri áætlun sem hér er lögð fram eru
kannski nokkur almenn atriði sem vert er að geta: 



  1. Fjárfestingar ársins 2017 í Eignasjóði eru áætlaðar 113 millj.  Hækkun um
     25 millj. kr. frá samþykktri 3ja ára áætlun fyrr í vetur í ljósi hugmynda
     um kaup á bíl fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og vegna viljayfirlýsingar við
     Hött um byggingu fimleikahúss.



  1. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á árinu 2017.



  1. Ekki er gert ráð fyrir sölu eigna í samþykktri 3ja ára áætlun.



  1. Hækkað er aftur framlag til viðhalds gatna upp í 28 millj. kr. samanborið
     við 17 millj. kr. á árinu 2016.





  1. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Fljótsdalshéraði á árinu 2017 og eru
     útgjöld umfram tekjur áætluð um 20 millj. kr.



  1. Gert er ráð fyrir endurnýjun Tjarnarbrautar frá gatnamótum Skógarlanda að
     gatnamótum Tjarnarlanda og er hluti af fjárfestingaáætlun.



  1. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um hækkun mótframlaga í LSR og Brú. 
     Um er að ræða töluverðar fjárhæðir sem tekin verður afstaða til við seinni
     umræðu eða síðar með viðauka



  1. Ekki liggur fyrir úrskurður yfirskattanefndar á kæru Landsvirkjunar þess
     efnis að Fljótsdalshérað skuli leggja á fasteignaskatt skv A gjaldstofni
     eða 0,5% í stað 1,65%.  En sveitarfélagið vill leggja á fasteignaskatt
     miðað við að vatnréttindi Kárahnjúka séu skilgreind í atvinnuskyni.  Munar
     þarna um 20 millj. kr. í hvorum flokki gjaldstofninn er og skiptir
     sveitarfélagið því verulegu máli hvernig því máli lyktar.







Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.