2013-02-14 14:14:26 CET

2013-02-14 14:15:26 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

LEIÐRÉTT DAGSETNING Í TILKYNNINGU: Staða fyrirhugaðrar sölu á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2013-02-14 14:14 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Í tilefni opinberrar umræðu
um fyrirhugaða sölu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur telur fyrirtækið rétt að
upplýsa markaðsaðila hver staða málsins er og áformuð framvinda. 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti 25. janúar sl. kauptilboð í eignina,
sbr. tilkynningu til Kauphallar þar að lútandi sama dag. Tilboðsfjárhæðin er
5,1 ma.kr. og í tilboðinu felst að Orkuveitan leigi húseignirnar til 20 ára og
hafi rétt til að kaupa þær aftur eftir 10 ár sem og við lok leigutímans.
Leiguverðið í tilboðinu nemur 224 m.kr. á ári fyrri 10 árin og 290 m.kr. á ári
síðari 10 árin. Tilboðið var lagt fram af Straumi fjárfestingabanka, f.h.
óstofnaðs félags, sem upplýst er að lífeyris- og verðbréfasjóðir hyggist standa
að. 

Samþykkt stjórnar Orkuveitunnar var gerð með fyrirvara um staðfestingu eigenda.
Byggðaráð Borgarbyggðar staðfesti ákvörðun stjórnar fyrir sitt leyti 7. febrúar
sl., borgarstjórn Reykjavíkur 12. febrúar og er málið á dagskrá bæjarráðs
Akraneskaupstaðar í dag, 14. febrúar.