2011-08-25 13:24:57 CEST

2011-08-25 13:25:58 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Ársreikningur

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar - júní 2011


Óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar -
júní 2011 var lagður fram í borgarráði í dag, 25. ágúst 2011. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 996 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að
hún yrði neikvæð um 1.522 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því betri en gert
var ráð fyrir, sem nemur 526 mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var
neikvæð um 53 mkr en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.426 mkr,
eða 1.373 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. 

Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs var neikvæð um 269 mkr en fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 3.174 mkr og var niðurstaðan því um 2.905
mkr betri en áætlað var. Helsta skýringin á betri afkomu felst í því að tekjur
eru 1.613 mkr yfir áætlun og nettó fjármunatekjur eru 1.722 mkr yfir áætlun.
Rekstrarútgjöld eru hins vegar 430 mkr yfir áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir
fjármagnsliði var neikvæð um 3.841 mkr sem er 1.183 mkr betri niðurstaða en
áætlað var. 

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um
5.373 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 868 mkr. Viðsnúning
m.v. áætlun er einkum að finna í fjármagnsliðnum sem var neikvæður um 13.395
mkr einkum vegna gengistaps. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð
um 6.863 mkr sem er um 2.052 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. 

Grunnrekstur Reykjavíkurborgar er í góðu jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun
tímabilsins. 

Fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs er mikill hvort sem litið er til
eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla eins og fram kemur í þessu
uppgjöri. 

Nánari upplýsingar veitir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri
Reykjavíkurborgar, í síma 693 9321.