2009-07-02 18:21:48 CEST

2009-07-02 18:22:49 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Opin Kerfi Group hf. - Ársreikningur

- Ársreikningur 1. janúar - 31. desember 2008


Stjórn Opin Kerfi Group hefur gengið frá ársreikningi félagsins fyrir tímabilið
1.janúar - 31.desember 2008 og hefur hann fengið fyrirvaralausa könnunaráritun
löggiltra endurskoðenda þess.  Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla IFRS. 

Opin Kerfi Group hf 
Heildar rekstrartekjur Opin Kerfi Group á ársinu 2008 var 7.804 milljónir
króna, samanborið við 8.444 milljónir króna árið 2007.  Allar tekjur félagsins
eiga nú uppruna sinn í erlendri starfsemi félagins. Rekstrarniðurstaða fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð um 339 milljónir króna
samanborið við 154 milljóna tap árið áður.  Forráðamenn félagsins gera ráð
fyrir að rekstur félagsins verði mun þyngri á yfirstandandi ári en á árinu
2008. 

Niðurstaða samstæðunnar eftir skatta og óreglulega starfssemi var neikvæð um
892 milljónir króna á tímabilinu en á fyrra ári skilaði samstæðan hagnaði upp á
169 milljónir fyrir sama tímabil.  Munar hér mestu um afskriftir vegna
gjaldþrots dótturfélags Opinna Kerfa Group hf , Kerfi A/S í Danmörku.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 34,1% og arðsemi eigin fjár neikvæð um 71,8%. 
Fjöldi starfsmanna var á tímabilinu um 290. 

Dótturfélög 
Opin Kerfi Group hf samanstendur í dag af móðurfélaginu, einu eignarhaldsfélagi
og einu rekstrarfélagi sem er Kerfi AB í Svíþjóð. 

Kerfi AB 
Velta Kerfi AB í sænskum krónum talin eru 589mkr í stað 645mkr fyrir árið 2007.
 EBIDTA hækkaði verulega milli ára  eða frá því að vera neikvæð upp á 2,8mkr
fyrir árið 2007 í 25,7mkr fyrir sama tímabil árið 2008.  Hér ræður mestu
endurskipulagningaferli sem ráðist var í við ráðningu nýs forstjóra í lok árs
2007. Endurskipulagningin skilaði sér í lægri rekstrarkostnaði og  auknum
hagnaði 
Horfur í Svíþjóð eru að reksturinn verði þyngri og hagnaður minni en áfram er
unnið að lækkun kostnaðar og endurskipulagningar í rekstri.  Horfur er á að
afkoman verði lakari í ár en á því síðasta. 

Forstjóri í Kerfi AB er Harri Kahkonen.



Í stjórn Opin Kerfi Group hf sitja Þorteinn Guðbrandsson formaður, Ólafur Þór
Jóhannesson og Jóhann Þór Jónsson. Elín Þórðardóttir er forstjóri Opin Kerfi
Group hf (elintho@simnet.is) og veitir hún nánari upplýsingar í síma 898 6319