2016-11-17 15:02:09 CET

2016-11-17 15:02:09 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki lýkur víxlaútboði


Arion banki hf. lauk í dag, fimmtudag, útboði á víxlum til tólf, sex og fimm
mánaða.  Í heild bárust tilboð upp á 4.120 milljónir kr. og var tilboðum tekið
fyrir 2.760 milljónir kr. 

Í heild bárust tilboð í 5 mánaða víxilinn að fjárhæð 1.620 milljónir kr., á
flötum vöxtum á bilinu 5,58% - 5,90%. Seldir voru víxlar til 5 mánaða að
nafnverði 1.420 milljónir á 5,70% flötum vöxtum. 

Í heild bárust tilboð í 6 mánaða víxilinn að fjárhæð 1.640 milljónir kr., á
flötum vöxtum á bilinu 5,63% - 5,90%. Seldir voru víxlar til 6 mánaða að
nafnverði 780 milljónir á 5,70% flötum vöxtum. 

Í heild bárust tilboð í 12 mánaða víxilinn að fjárhæð 860 milljónir kr., á
flötum vöxtum á bilinu 5,90% - 6,40%. Seldir voru víxlar til 12 mánaða að
nafnverði 560 milljónir á 5,98% flötum vöxtum. 

Stefnt er á að því að víxlarnir verði teknir til viðskipta á Nasdaq Íslandi í
næstu viku. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.