|
|||
2009-11-03 08:24:15 CET 2009-11-03 08:26:38 CET REGULATED INFORMATION Össur hf. - FyrirtækjafréttirÚtboði á 29.500.000 nýjum hlutum lokiðEkki til útgáfu eða dreifingar í Ástralíu, Kanada, Japan eða Bandaríkjunum. Fréttatilkynning frá Össuri hf Reykjavík, 3. nóvember 2009; GMT 07:30 Útboði á 29.500.000 nýjum hlutum lokið Vel heppnuðu útboði 29.500.000 nýrra hluta í Össuri hf. ("Össur"), sem skipulagt var með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuilding process], er nú lokið. Einnig er vísað til tilkynningar til Kauphallarinnar dags. 2. nóvember 2009. Útboðsverðið er 5,00 danskar krónur á hlut, og nemur brúttósöluandvirðið, sem kemur í hlut Össurar, því 148 milljónum danskra króna (29 milljónir Bandaríkjadala). Útboðið beindist að fagfjárfestum og öðrum hæfum fjárfestum í Danmörku og öðrum löndum. Hlutafjáraukning Nýju hlutirnir, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, svara til u.þ.b. 7,0% af skráðu hlutafé Össurar fyrir hlutafjáraukninguna og munu því nema u.þ.b. 6,5% af skráðu hlutafé félagsins að hlutafjáraukningunni lokinni. Að lokinni hlutafjáraukningunni nemur hlutafé Össurar 452.500.000 hlutum, að nafnvirði 1 kr. á hlut, sem svarar til 452.500.000 kr. að nafnvirði. Væntanleg tímaáætlun Greiðsludagur gegn afhendingu: 6. nóvember 2009. Skráningardagur hlutafjáraukningarinnar hjá fyrirtækjaskrá á Íslandi: 6. nóvember 2009. Dagsetning töku nýrra hluta til viðskipta og opinberrar skráningar með núgildandi ISIN auðkenni: 9. nóvember 2009. Nýju hlutirnir munu njóta réttinda til jafns við fyrri hlutabréf í Össuri (pari passu). Nýju hlutirnir verða skráðir á nafn eigenda sinna í hlutaskrá félagsins og gefnir út og skráðir hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og VP Securities A/S. Engum hlutum, þ.m.t. nýjum hlutum, fylgja nú eða munu fylgja nein sérréttindi. Nýju hlutirnir verða framseljanlegir og munu að öllu leyti veita sama rétt og núverandi hlutabréf. Réttindi, sem fylgja nýju hlutunum, þ.m.t. atkvæðaréttur og réttur til arðgreiðslu, munu gilda frá þeim tíma sem hlutafjáraukningin er skráð hjá Fyrirtækjaskrá. Viðskipti með íslenska fjármálagerninga falla nú undir íslenskar reglur um gjaldeyrismál. Seðlabanki Íslands hefur veitt undanþágur frá þessum reglum og leyft tiltekin flutning á bréfum í Össuri og viðskipti með þau. Fjárfestum, sem eiga lögheimili utan Íslands, verður almennt heimilt að eiga viðskipti með nýju hlutina á dönskum markaði. Frekari upplýsingar um leiðir til að flytja bréf í Össuri og eiga viðskipti með þau er að finna á heimasíðu Össurar: www.ossur.is/investors Nánari upplýsingar veita: Jón Sigurðsson, forstjóri, sími 515-1300 Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, sími 515-1300 Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill, sími 664-1044 ***** Tilkynning þessi er ekki tilboð um sölu verðbréfa í Bandaríkjunum. Verðbréf má ekki bjóða til sölu eða selja í Bandaríkjunum án skráningar eða undanþágu skv. bandarískum verðbréfalögum frá 1933, með áorðnum breytingum. Útgefandi verðbréfanna hefur ekki skráð og hefur ekki áform um að skrá neinn hluta útboðsins í Bandaríkjum og hyggst ekki bjóða út verðbréf opinberlega í Bandaríkjunum. Tilkynningu þessari er aðeins dreift til og beinist aðeins til (i) aðila utan Bretlandseyja eða (ii) aðila sem eru fagfjárfestar í skilningi e-liðar 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2003/71/EB ("Evróputilskipunarinnar um útboðs- og skráningarlýsingar") og sem eru annað hvort (x) fagfjárfestar sem falla undir 5. mgr. 19. gr. breskra laga um fjármálaþjónustu og markaði frá árinu 2000 ("the Financial Services and Markets Act 205 (Financial Promotion) Order 2005") eða (y) fjársterk fyrirtæki, svo og til annarra sem heimilt er að lögum að dreifa skjalinu til og falla undir a - d-liði 2. mgr. 49. gr. fyrrnefndra laga (en allir þeir aðilar sem nefndir eru í liðum (i) og (ii) hér að framan eru sameiginlega nefndir "viðeigandi aðilar". Hinir nýju hlutir eru aðeins falir viðeigandi aðilum og aðeins verður gengið að boðum, tilboðum eða samningum viðeigandi aðila um að skrifa sig fyrir, kaupa eða eignast verðbréfin með öðrum hætti. Aðili, sem ekki er viðeigandi aðili, ætti ekki að gera neinar ráðstafanir á grundvelli þessa skjals eða reiða sig á neinn hátt á efni þess. Tilkynning þessi er auglýsing og telst ekki útboðs- eða skráningarlýsing í skilningi Evróputilskipunarinnar um útboðs- og skráningarlýsingar ásamt hvers kyns gerðum til innleiðingar hennar í viðkomandi aðildarríkjum samkvæmt henni. Í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem innleitt hafa Evróputilskipunina um útboðs- og skráningarlýsingar, er orðsendingu þessari aðeins beint til fjárfesta í viðkomandi aðildarríki sem teljast fagfjárfestar í skilningi tilskipunarinnar og á hún aðeins erindi við slíka fjárfesta. ***** Í tilkynningu þessari er að finna tilteknar yfirlýsingar þar sem horft er til framtíðar, þ.m.t. yfirlýsingar um viðskipti félagsins og útboðið. Slíkar yfirlýsingar byggjast á upplýsingum, ályktunum og áætlunum sem af hálfu félagsins eru taldar raunhæfar. Þær kunna að breytast eða vera breytt vegna óvissu sem tengist efnahagslegu og fjárhagslegu umhverfi félagsins, ásamt lagalegum atriðum og markaðsaðstæðum. Að auki kunna viðskipti félagsins og geta þess til þess að ná markmiðum sínum að verða fyrir neikvæðum áhrifum ef einn eða fleiri af þeim áhættuþáttum koma fram, sem lýst er í samantektarskjalinu sem tekið var saman í tengslum við skráningu hlutabréfa Össurar á NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn, svo og í kaflanum sem ber yfirskriftina "Áhættuþættir" í árskýrslu Össurar fyrir 2008, eða ef aðrir áhættuþættir koma fram, sem ekki eru fyrirséðir á þessari stundu eða taldir eru óverulegir. Félagið skuldbindur sig ekki til þess að ná markmiðum sínum, né tekur það neina ábyrgð á því að það muni gerast. Fjárfestar eru sér í lagi hvattir til að gefa sérstakan gaum að þeim áhættuþáttum sem lýst er í samantektarskjalinu sem tekið var saman í tengslum við skráningu hlutabréfa Össurar á NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn, ásamt kaflanum um áhættuþætti í ársskýrslu Össurar fyrir árið 2008. |
|||
|