2016-04-11 16:10:44 CEST

2016-04-11 16:10:44 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

REITIR: Breytingar á framkvæmdastjórn


Kristófer Þór Pálsson hefur verið ráðinn til Reita fasteignafélags hf. og mun
hann taka þar við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptasviðs frá 1. júní nk.
Núverandi Viðskipta- og þróunarsviði verður skipt upp og mun núverandi
framkvæmdastjóri sviðsins, Friðjón Sigurðarson, taka við framkvæmdastjórn nýs
sviðs, Þróunarsviðs, sem sett verður á laggirnar frá sama tíma. Framangreindar
skipulagsbreytingar eru mikilvægur þáttur í að styðja við framgang Reita og við
þau fjölmörgu stóru verkefni sem framundan eru hjá félaginu. Þar ber
fyrirhugaða uppbyggingu á Kringlusvæðinu einna hæst. 

Kristófer Þór er 35 ára, með B.S. gráðu í viðskiptafræðum frá HR með áherslu á
fjármál. Hann er jafnframt með próf í verðbréfamiðlun. Kristófer Þór starfaði
hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá 2004 – 2007. Eftir það starfaði hann hjá
Fjárstýringu Kaupþings frá 2007 – 2008, þegar hann færði sig yfir í
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka þar sem hann starfaði frá 2009 – 2013. Kristófer
Þór hefur verið forstöðumaður á Fjárfestingabankasviði Arion banka síðustu ár.
Kristófer Þór er kvæntur Kristrúnu Helgu Bernhöft og eiga þau þrjú börn. 

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320.