2013-03-26 00:46:35 CET

2013-03-26 00:47:36 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Leigufélagið Klettur ehf, dótturfélag Íbúðalánasjóðs, hefur ráðið framkvæmdastjóra


Bjarni Þór Þórólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Leigufélagsins Kletts
ehf, dótturfélags Íbúðalánasjóðs. Bjarni er með  M.Sc. gráðu í rekstrarhagfræði
frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá
Ríkisháskólanum í Kaliforníu. Bjarni hefur víðtæka stjórnunarreynslu innanlands
sem utan. Hann hefur starfað á sviði fjármálamarkaða, í hugbúnaðargeira og
orkugeira, nú síðast hjá Reykjavík Geothermal. Bjarni hefur einnig stundað
kennslu á háskólastigi. Fyrstu verkefni nýráðins framkvæmdastjóra fela meðal
annars í sér að ráða aðra starfsmenn til félagsins, byggja upp innviði þess og
undirbúa opnun skrifstofu félagsins. 



Megintilgangur Leigufélagsins Kletts ehf er að bjóða hentugt íbúðarhúsnæði til
leigu um allt land með langtíma húsnæðisöryggi að leiðarljósi. Leigufélagið mun
yfirtaka eignarhald og rekstur 524 fasteigna Íbúðalánasjóðs um land allt en
meirihluti eignanna er nú þegar í útleigu. Samningur hefur verið gerður við
Íbúðalánasjóð um rekstur eignanna uns Leigufélagið hefur að fullu tekið til
starfa. 



Frekari upplýsingar veitir Ína Björk Hannesdóttir stjórnarformaður
Leigufélagsins Kletts ehf (ina@fjarmal.is / s: 618-4497).