2009-02-03 10:56:26 CET

2009-02-03 10:57:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Fyrirtækjafréttir

- Vegna ábendingar endurskoðenda


Ársreikningur Nýherja hf. fyrir árið 2008 var birtur 30. janúar og er að venju
áritaður án fyrirvara af endurskoðendum félagsins. 

Á árinu 2008 lækkaði gengi íslensku krónunnar verulega. Vegna þessa hafa
skuldir félagsins tengdar erlendum gjaldmiðlum hækkað umtalsvert. Ein af
afleiðingum þess er að félagið uppfyllti í árslok 2008 ekki skilyrði þeirra
lánasamninga sem kveða á um eiginfjárhlutfall eða rekstrarhagnaðarhlutfall. 

Í ársskýrslu félagsins er ábending frá endurskoðendum með tilvísun í skýringu
19 þar sem gerð er grein fyrir þessu atriði. 

Stjórnendur félagsins hafa átt í viðræðum við lánastofnanir um framlengingu
lánanna og hafa þær gengið vel. Breytingar á innra skipulagi Nýherja
samstæðunnar og breytingar hjá viðskiptabönkunum hafa tafið viðræðurnar, en
aðilar gera ráð fyrir að jákvæð niðurstaða liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.