2012-06-01 18:17:04 CEST

2012-06-01 18:18:05 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Orkuveitan semur við Depfa bankann um breytingu á afborgunum


Reykjavík, 2012-06-01 18:17 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Orkuveita Reykjavíkur (OR)
hefur samið við DePfa Bank plc um breytingar á afborgunum 30 milljóna evra
láns, sem var með einn gjalddaga á árinu 2016. Það svarar til um 4,9 milljarða
íslenskra króna. Samkvæmt samkomulaginu, sem háð er staðfestingu eigenda OR,
verður meginhluti afborgana á árunum 2023-2025. Eins og tilkynnt var 24. maí
sl. hefur OR einnig samið við Dexia Crétid Local um breytingu á afborgunum lána
í því skyni að renna traustari stoðum undir framkvæmd Plansins -
aðgerðaáætlunar OR og eigenda, sem samþykkt var í mars 2011. Planið nær til
áranna 2011 til og með 2016 og er ætlað að bæta sjóðstreymi fyrirtækisins um 50
milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur:
Á síðustu vikum og mánuðum hefur traust Orkuveitunnar á fjármálamörkuðum
aukist. Þeir samningar, sem gerðir hafa verið við evrópsku bankana tvo, Depfa
og Dexia, staðfesta það. Til að byggja ofan á það traust, sem þegar hefur
skapast, munum við vinna áfram af einurð eftir þeirri mikilvægu áætlun sem
fyrirtækið og eigendur standa sameiginlega að. 


         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         Forstjóri OR
         617 7710