2015-03-05 14:51:03 CET

2015-03-05 14:52:05 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Ársreikningur

Ársreikningur RARIK fyrir árið 2014


Hagnaður RARIK á árinu var 2,7 milljarðar.

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður á árinu 2.661 milljónir króna sem er
töluvert umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlunum. Hækkun frá árinu 2013
var tæp 37% en þá var hagnaður ársins 1.947 milljónir króna. Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 4.719 milljónir króna
eða 37,7% af veltu tímabilsins, samanborið við 36,5% á árinu 2013. Handbært fé
frá rekstri var 3.837 milljónir króna. 

Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 6% frá árinu 2013 og voru 12.521 milljónir króna
og rekstrargjöld hækkuðu á milli ára um tæp 4,5% og voru 9.513 milljónir króna. 

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2014 var
3.008 milljónir króna sem er rúmlega 12% hækkun frá fyrra ári. Styrking
krónunnar og lítil verðbólga gerði það að verkum að fjármagnsliðir voru
hagstæðari en búist var við. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur voru um 748
milljónir króna, en á árinu 2013 var niðurstaðan um 867 milljónir króna.
Hagnaður var því meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Áhrif Landsnets, sem er hlutdeildarfélag RARIK, á afkomu ársins voru jákvæð um
847 milljónir króna á móti 491 milljónum á árinu 2013. 

Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir RARIK í árslok 48.536 milljónum
króna og hækkuðu um 1.749 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir námu
19.041 milljónum króna og lækkuðu um 602 milljónir króna frá fyrra ári. Eigið
fé var 29.495 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 61% samanborið við
58% í árslok 2013. Fjárfestingar ársins voru 2.572 milljónir króna, sem er um
1.200 milljónum króna lægri fjárhæð en árið á undan. Skýrist það fyrst og
fremst af mjög miklum fjárfestingum við hitaveitu á Skagaströnd og við
rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja á árinu 2013. 

Stjórn RARIK ohf. leggur til við aðalfund að greiddar verði 310 milljónir króna
í arð til ríkissjóðs. 

Samstæðuársreikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum. 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2015 eru góðar, en þó er gert ráð fyrir að
hagnaður ársins verði heldur lægri en á árinu 2014. Áætlanir ársins 2015 gera
ráð fyrir að forgangsorka aukist frá fyrra ári, en að dreifing raforku standi í
stað. 

Vextir erlendra lána hafa verið hagstæðir undanfarin misseri og gert er ráð
fyrir að þeir haldist sambærilegir út árið 2015. Samkvæmt áætlunum RARIK er
gert ráð fyrir að taka lán á árinu 2015 að fjárhæð 5,5 milljarðar króna. Hluti
lántökunnar eða um 3,5 milljarðar eru vegna endurfjármögnunar. Miðað er við að
lántakan verði frágengin fyrir mitt árið. 

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar samstæðunnar verði sambærilegar og á síðasta
ári. 





Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna.



        Helstu stærðir                                                          
         úr rekstri:                                                            
                          jan-de  jan-de  jan-de  jan-de  jan-de  jan-de  jan-de
                             s       s       s       s       s       s       s  
                           2014    2013    2012    2011    2010    2009    2008 
Rekstartekjur             12.521  11.793  11.412  10.768   9.694   8.703   7.830
Rekstrargjöld              9.513   9.108   8.428   8.547   7.907   6.973   6.851
Rekstrarhagnaður           3.008   2.684   2.984   2.221   1.787   1.731     979
Fjármunatekjur og           -748    -867  -1.282  -1.233      56  -1.804  -5.645
 (fjármagnsgjöld)                                                               
Áhrif hlutdeildarfélags      847     491     180     189     802     331  -2.877
Hagnaður/tap  fyrir        3.107   2.309   1.882   1.177   2.646     257  -7.543
 skatta                                                                         
Tekjuskattur                -446    -362    -341    -164    -127     440     310
Hagnaður (Tap)             2.661   1.947   1.541   1.014   2.518     697  -7.232
Eignir samtals            48.536  46.787  44.569  37.262  37.032  35.663  31.923
Eigið                     29.495  27.144  25.507  19.327  18.314  15.982  13.942
 fé                                                                             
Skuldi                    19.041  19.643  19.062  17.935  18.718  19.682  17.982
r                                                                               
Handbært fé frá rekstri    3.837   3.541   3.257   2.779   2.067   1.847   1.150
Greidd vaxtagjöld            649     657     630     623     842     749     901
EBITDA                     4.719   4.300   4.351   3.520   3.054   2.843   1.884
Vaxtaþekja                  7,27    6,54    6,91    5,65    3,63    3,80    2,09
Eiginfjárhlutfall          60,8%   58,0%   57,2%   51,9%   49,5%   44,8%   43,7%









Ársreikningur RARIK 2014 var samþykktur á fundi stjórnar þann 5. mars, 2015 og
heimilaði stjórn birtingu hans í Kauphöll Íslands. 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma
528-9000.