2008-09-09 10:40:00 CEST

2008-09-09 10:40:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
VBS Fjárfestingarbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

- Tilkynning frá VBS fjárfestingarbanka og Saga Capital fjárfestingarbanka


Stjórnir Saga Capital Fjárfestingarbanka og VBS Fjárfestingarbanka hafa ákveðið
að taka upp formlegar viðræður um sameiningu bankanna. Gert er ráð fyrir því að
ljúka sameiningaviðræðunum á næstu vikum og leggja samrunaáætlun fyrir
hluthafafundi beggja banka eins fljótt og auðið er. 

Sameinaðir myndu Saga Capital og VBS verða einn öflugasti fjárfestingabanki
landsins með ríflega 70 starfsmenn, afar fjölbreyttar tekjustoðir, trausta
fjármögnun og sterka fjárhagsstöðu. Sameinaður banki yrði með 16.5 milljarða
eigið fé og 31% CAD eiginfjárhlutfall. 

Sameining bankanna er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og
Samkeppniseftirlitsins. 

Frekari upplýsingar veita:

Þuríður Hjartardóttir, VBS Fjárfestingarbanka, sími  842 2204.
Brynhildur Ólafsdóttir, Saga Capital Fjárfestingarbanka, sími 856 2607.