2012-08-29 16:45:52 CEST

2012-08-29 16:46:53 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Interim information (is)

Afkoma HB Granda hf. á fyrri árshelmingi 2012


  -- Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri árshelmingi ársins 2012 voru 93,3 m€,
     en voru 76,3 m€ árið áður
  -- EBITDA var 28,7 m€ (30,8%), en var 25,2 m€ (33,1%) árið áður
  -- Tap tímabilsins var 1,5 m€, þar af er gjaldfærsla vegna virðisrýrnunar
     aflaheimilda 21,6 m€.  Árið áður var hagnaður 15,7 m€



Sjá lykiltölur í viðhengi



Rekstur fyrstu sex mánaða ársins 2012

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2012 námu 93,3 m€,
samanborið við 76,3 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)
var 28,7 m€ eða 30,8% af rekstrartekjum, en var 25,2 m€ eða 33,1% árið áður. 
Hærri rekstrarhagnaður skýrist fyrst og fremst af góðri afkomu loðnuvertíðar. 
Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 2,0 m€, en um 4,2 m€ á
sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,3 m€.  Hagnaður
fyrir tekjuskatt var 1,0 m€ og tap tímabilsins var 1,5 m€.  Tekjuskattur að
fjárhæð 2,5 m€ er reiknaður samkvæmt framtali í íslenskum krónum. 

Laun og launatengd gjöld námu samtals 29,0 m€ (4,7 milljarðar króna), en 28,3
m€ (4,6 milljarður króna) á sama tíma árið áður. 

Alþingi samþykkti í lok júní 2012 ný lög um veiðigjöld sem fela í sér að
veiðigjöld HB Granda hf. rúmlega fjórfaldast frá síðasta fiskveiðiári.  Miðað
við forsendur laganna nema áætluð veiðigjöld til greiðslu vegna fiskveiðiársins
2012/2013 12.686 þús. evrum (2,0 milljarðar króna).  Eftir það er gert ráð
fyrir stighækkandi sérstöku veiðigjaldi þar til veiðigjöldin á fiskveiðiárinu
2016/2017 ná 65% af sérstaklega reiknaðri rentu allra sjávarútvegsfyrirtækja
samanlagt byggt á almanaksárinu 2014.  Veruleg hækkun á veiðigjöldum félagsins
lækkar rekstrarvirði þess. 

Virðisrýrnunarpróf var framkvæmt á aflaheimildum í lok júní 2012 með því að
reikna endurheimtanlegt virði þeirra.  Niðurstaða virðisrýrnunarprófs sýnir að
rekstrarvirði félagsins lækkar um 136.468 þús. evrur (22,3 milljarðar króna)
eða úr 397.369 þús. evrum í 260.897 þús. evrur á fyrri hluta ársins 2012 sem
skýrist af hækkun á veiðigjaldi.  Í árslok 2011 var reiknað virði eigna
félagsins talsvert umfram bókfært verð þeirra eða sem nemur 143.163 þús. evrum. 

Eingöngu keyptar aflaheimildir félagsins eru færðar til eignar.  Bókfærðar
aflaheimildir í uppsjávarfiski hafa ekki rýrnað í virði, en bókfærðar
aflaheimildir botnfisks hafa orðið fyrir 21.601 þús. evru (3,5 milljarða króna)
virðisrýrnun. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 296,8 m€ í lok júní 2012. Þar af voru
fastafjármunir 240,4 m€ og veltufjármunir 56,3 m€.  Eigið fé nam 171,0 m€ og
var eiginfjárhlutfall 57,6%, en var 54,4% í lok árs 2011. Heildarskuldir
félagsins voru í júnílok 125,8 m€. 

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 23,3 m€ á fyrri helmingi ársins 2012, en 10,8 m€ á
sama tíma fyrra árs.  Nettó fjárfesting í rekstrarfjármunum nam 10,0 m€. 
Fjármögnunarhreyfingar námu 28,1 m€ og voru nettó afborganir langtímalána þar
af 29,8 m€.  Handbært fé lækkaði því um 14,8 m€ og var í lok júní 6,4 m€. 

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi
fyrri helmings ársins 2012 (1 evra = 163,1 kr) verða tekjur 15,2 milljarðar
króna, EBITDA 4,7 milljarður og tap 0,2 milljarðar.  Séu niðurstöður
efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2012 (1 evra =
158,2 kr) verða eignir samtals 46,9 milljarðar króna, skuldir 19,9 milljarðar
og eigið fé 27,0 milljarðar. 

Skipastóll og afli

Skipastóll HB Granda hf. var óbreyttur.

Á fyrri helmingi ársins 2012 var afli skipa félagsins 23 þúsund tonn af
botnfiski og 104 þúsund tonn af uppsjávarfiski. 

Annað

Fjármálastjóri félagsins hefur verið skipaður framkvæmdastjóri tímabundið.