2015-08-19 18:28:04 CEST

2015-08-19 18:28:34 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Fjarskipti hf. : Góð hagnaðaraukning og stöðugur rekstur


Árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir annan ársfjórðung 2015 var samþykktur af
stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 19. ágúst 2015.

  * Hagnaður á ársfjórðungnum nam 300 m.kr. og jókst um 43% - hagnaðaraukning á
    fyrri helmingi ársins nam 56%
  * Tekjur jukust um 3% bæði á ársfjórðungnum og á fyrri helmingi ársins
  * EBITDA hagnaður nam 776 m.kr. á ársfjórðungnum og hækkaði um 16% á milli ára
    - EBITDA á fyrri helmingi ársins hækkaði um 14%
  * Framlegð hækkaði um 5% á fjórðungnum - hækkun einnig 5% á fyrri helmingi
    ársins
  * Rekstrarkostnaður lækkaði um 1% á milli ára
  * Eiginfjárhlutfall var 57,2%
  * Handbært fé frá rekstri 41% hærra en á sama tímabili 2014

Stefán Sigurðsson, forstjóri:"Niðurstaða uppgjörs annars ársfjórðungs er ánægjuleg eða 43% aukning hagnaðar á
ársfjórðungnum  á milli  ára. Niðurstaðan  endurspeglar eins  og í  fyrri þremur
uppgjörum  aðhaldsaðgerðir í rekstri síðastliðið  sumar auk áframhaldandi sóknar
fyrirtækisins í þjónustu bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum.

Dæmi  um  uppbyggingu  þjónustu  til  viðskiptavina  á  síðasta  fjórðungi er ný
sjónvarpsþjónusta   okkar,   Vodafone  PLAY,  áskriftarveituþjónusta  (e.  SVOD)
sérhönnuð   fyrir   íslenskan   markað.   Til   viðbótar   kynntum   við  bresku
áskriftarveituþjónustuna  Cirkus til leiks undir  lok fjórðungsins, en hún býður
yfir  600 klukkustundir af breskum  gæða þáttaröðum úr  smiðju ITV og BBC. Báðar
þessar  þjónustur eru liður  í áherslu fyrirtækisins  að mæta aukinni eftirspurn
viðskiptavina eftir gagnvirku gæða sjónvarpi.

Uppbygging 4G farsímakerfis okkar út um landið og miðin hélt áfram á fjórðungnum
og hefur mælst mjög vel fyrir ekki síst meðal sjófarenda.

Áfram  verður haldið að styrkja  þjónustuframboð gagnvart viðskiptavinum eins og
nýjustu  útspil okkar sýna;  það er 500 mbps  ótakmarkað internet yfir ljós, það
hraðasta  sem boðið  er hér  á landi,  auk þess  sem við munum bjóða Office 365
hugbúnað  til okkar fyrirtækjaviðskiptavina í haust  í samvinnu við Microsoft og
Vodafone Group."


[HUG#1946560]