Þann 27. mars 2025 samþykkti borgarráð að endurnýja samninga um viðskiptavakt við Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. með skuldabréfaflokkana RVK 53 1, RVK 32 1, RVK 44 1, RVKN 35 1 og RVKG 48 1.
Tilgangur samningsins er að stuðla að auknum seljanleika á eftirmarkaði og efla verðmyndun. Viðskiptavakt Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Kviku banka hf., Landsbankans hf., gildir frá og með 1. apríl 2025 til 31. mars 2026.
Helstu atriði samningsins eru:
- Gert er ráð fyrir því að frá og með 1. október 2025 hætti viðskiptavakt með skuldabréfaflokkinn RVK 32 1. Í aðdraganda þess verði boðið upp á skiptiútboð sem felur í sér að eigendur RVK 32 1 geta skipt á bréfum sínum fyrir aðra útgefna skuldabréfaflokka Reykjavíkurborgar.
- Nýr langur verðtryggður skuldabréfaflokkur Reykjavíkurborgar, RVK 44 1, sem fyrst var gefinn út í september 2024 kemur nýr inn í viðskiptavakt en hafði verið tekinn inn í vakt með viðauka, samþykktum í borgarráði 16. janúar 2025.
- Tilboð skulu endurnýjuð eigi síðar en innan 15 mínútna frá því að þeim hefur verið tekið.
- Hámarksmunur kaup- og sölutilboða viðskiptavaka ákvarðast af verði gildra tilboða og má mest vera 1,0% í flokkum RVKN 35 1 og RVK 32. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða í RVK 44 1, RVKG 48 1 og RVK 53 1 má mest vera 1,5%.
- Viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja fram dagleg kaup- og sölutilboð í skuldabréfin í kauphöllinni fyrir opnun markaðar, sjá lágmarks tilboð í meðfylgjandi töflu:
Skuldabréfaflokkur | Tilboðsskylda að nafnverði | Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða |
RVKN 35 1 | 25 m.kr. | 1,0% |
RVK 32 1* | 20 m.kr. | 1,0% |
RVKG 48 1 | 15 m.kr. | 1,5% |
RVK 53 1 | 8 m.kr. | 1,5% |
RVK 44 1 | 15 m.kr. | 1,5% |
*Viðskiptavakt með RVK 32 1 fellur niður 1. október 2025.
- Eigi viðskiptavaki, á einum viðskiptadegi, viðskipti fyrir samtals 180 m.kr. að nafnvirði í þeim flokkum sem viðskiptavakt er með er honum heimilt að víkja frá hámarksmun kaup- og sölutilboða það sem eftir lifir viðskiptadags.
Frá gildistöku samninga um viðskiptavakt geta viðskiptavakar fengið tímabundin verðbréfalán í flokki þeirra skuldabréfa sem samningurinn tekur til.
Nánari upplýsingar gefur:
Bjarki Rafn Eiríksson
Skrifstofa fjárstýringar og innheimtu
Netfang: bjarki.rafn.eiriksson@reykjavik.is