2012-04-27 18:32:30 CEST

2012-04-27 18:33:31 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

Uppgjör Nýherja á fyrsta ársfjórðungi 2012


Stór hugbúnaðarverkefni í Danmörku og Svíþjóð

Helstu niðurstöður:

  -- Heildarhagnaður í ársfjórðungnum var 15 mkr. 
  -- EBITDA 123 mkr í fyrsta ársfjórðungi.
  -- Afkoma innanlands góð, en rekstur erlendis undir áætlun.
  -- Stöðugur vöxtur og góð afkoma af sölu á Tempo hugbúnaði frá TM Software.
  -- Applicon A/S afhenti stóra SAP lausn fyrir sjúkrahús í Danmörku.
  -- Vaxandi eftirspurn eftir tæknilausnum Nýherja.



Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Hagnaður Nýherjasamstæðunnar er tæpar 15 mkr á fyrsta ársfjórðungi 2012 og
EBITDA er 123 mkr og er afkoma nokkuð lakari en var í fyrsta ársfjórðungi árið
2011. Afkoma af innlendum rekstri er ágæt, en afkoma af erlendri starfsemi er
undir áætlun. Um síðustu mánaðamót afhenti Applicon A/S nýtt SAP
hugbúnaðarkerfi til rekstrar fyrir sjúkrahús á Sjálandi eftir tveggja ára
innleiðingarvinnu. 

Vaxandi eftirspurn er eftir tækniþjónustu hjá Nýherja hf. og sala á eigin
hugbúnaðarlausnum hjá TM Software. hefur aukist mikið, innanlands og erlendis.
Einkum er mikill vöxtur í sölu á Tempo tímaskráningarkerfi TM Software.“ 



Fjárhagsdagatal fyrir 2012:

Áætluð birting árshlutauppgjörs fyrir árið 2012:

27. júlí.                   Hálfsársuppgjör.

26. október.           Níu mánaða uppgjör.

30. janúar 2013.  Ársreikningur.


Samþykkt ársreiknings

Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Nýherja hf. 27. apríl 2012.
Árshlutauppgjör Nýherja hf. er  í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla
(IFRS-International Financial Reporting Standards). Árshlutauppgjörið hefur
hvorki verið endurskoðað né kannað af endurskoðendum félagsins. 

Nýherji hf.

Hlutverk Nýherja hf. er að skapa viðskiptavinum sínum virðisauka með þekkingu
starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina.
Nýherji býður fyrsta flokks ráðgjöf og fagþjónustu á sviði upplýsingatækni og
vandaðan tölvu-, skrifstofu- og hugbúnað ásamt traustri tækni- og
rekstrarþjónustu. Stöðugildi hjá Nýherjasamstæðunni voru 519 í lok mars.
Hlutabréf Nýherja hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands). 

Stjórn Nýherja: Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður, Árni Vilhjálmsson,
Guðmundur Jóh. Jónsson, Hildur Dungal og Marta Kristín Lárusdóttir. Þórður
Sverrisson er forstjóri Nýherja. 

Nánari upplýsingar

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.