2016-11-23 15:32:56 CET

2016-11-23 15:32:56 CET


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų Anglų
Landsvirkjun - Ársreikningur

Níu mánaða uppgjör samstæðu Landsvirkjunar


Hreinar skuldir halda áfram að lækka, á sama tíma og bygging nýrra virkjana
stendur yfirHelstu atriði árshlutareiknings 

  -- Rekstrartekjur námu 307,1 milljón USD (34,7 ma.kr.) og lækka um 6,9
     milljónir USD (2,2%) frá sama tímabili árið áður .1



  -- EBITDA nam 225,6 milljónum USD (25,5 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 73,5% af
     tekjum, en var 78,0% á sama tímabili í fyrra.



  -- Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 88,8 milljónum USD (10,0
     ma.kr.), en var 95,1 milljón USD á sama tímabili árið áður og lækkar því um
     6,7% milli tímabila.



  -- Hagnaður tímabilsins var 47,5 milljónir USD (5,4 ma.kr.) en var 76,3
     milljónir USD á sama tímabili árið áður. Tekjulækkun skýrir hér hluta
     lækkunar milli tímabila en stærstan þátt á breyting á óinnleystum
     fjármagnsliðum.



  -- Nettó skuldir lækkuðu um 11,7 milljónir USD (1,3 ma.kr.) frá áramótum og
     voru í lok september 1.973,8 milljónir USD (223,0 ma.kr.).



  -- Handbært fé frá rekstri nam 172,5 milljónum USD (19,5 ma.kr.) sem er 11,2%
     lækkun frá sama tímabili árið áður.



Hörður Arnarson, forstjóri:

„Við megum vel við afkomu fyrstu níu mánaða ársins una.  Álverð hélt áfram að
lækka; var 9% lægra en á sama tímabili árið áður og sögulega séð mjög lágt, en
hluti raforkusamninga okkar er tengdur þróun álverðs og hafði það neikvæð áhrif
á tekjur. 

Fyrirtækið vinnur nú að byggingu tveggja virkjana, á Þeistareykjum og við
Búrfell, en samhliða því halda þó hreinar skuldir áfram að lækka, sem
endurspeglar sterka fjármunamyndun. Ánægjulegt er að sjá að lækkun skulda og
bætt lánskjör eru að skila sér í umtalsverðri lækkun fjármagnsgjalda. 

Nú standa yfir endursamningar við sölufyrirtæki rafmagns á heildsölumarkaði en
meðalverð Landsvirkjunar til þeirra hefur nánast staðið í stað síðustu ár. Ekki
eru horfur á að það breytist á næsta ári.“