2015-10-13 11:06:29 CEST

2015-10-13 11:07:30 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eimskipafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Eimskip fær endurgreiðslu að fjárhæð 16,1 milljón dollara


Eimskip tilkynnti þann 31. ágúst 2015 að félagið hefði hætt við kaup á
gámaskipi sem verið hafði í smíðum í Kína. 

Félagið hefur nú móttekið greiðslu að fjárhæð 16,1 milljón dollara á grundvelli
bankaábyrgðar sem jafngildir um 14,2 milljónum evra. Eimskip hefur eignfært um
12,1 milljón evra vegna smíði skipsins. Mismunurinn á endurgreiðslunni og
eignfærslunni nemur því 2,1 milljón evra sem færist sem rekstrartekjur, en
litið er á fjárhæðina sem söluhagnað og tjónabætur sem fært er meðal
rekstrartekna. 

Endurgreiðslan hefur jákvæð áhrif á handbært fé félagsins og rekstrarafkomu.
Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2015 hefur þar af leiðandi verið hækkuð og er
áætluð EBITDA ársins nú 43 til 47 milljónir evra í stað 41 til 45 milljóna evra
eins og félagið hafði gefið út í lok ágúst. 

Gylfi Sigfússon forstjóri

„Það er mjög jákvætt að þessu ferli sé lokið og að endurgreiðslan skuli hafa
skilað sér. Endurgreiðsluferlið gekk vel þar sem vandað var til allrar
samningagerðar vegna smíði skipsins. Í kjölfar þessarar niðurstöðu munum við
halda áfram að skoða fjárfestingar á notuðum skipum sambærilegum Lagarfossi sem
reynst hefur vel í rekstri félagsins.“ 

Um Eimskip

Eimskip rekur 56 starfsstöðvar í 19 löndum og er með 19 skip í rekstri. Félagið
hefur á að skipa um 1.530 starfsmönnum. Um helmingur tekna félagsins kemur frá
starfsemi utan íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi
flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga
þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.