2014-10-15 00:21:46 CEST

2014-10-15 00:22:46 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eimskipafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Fréttatilkynning frá Eimskipafélagi Íslands hf.


Í ljósi fréttaflutnings Ríkisútvarpsins þann 14. október 2014 vill félagið koma
eftirfarandi á framfæri. 

Félagið tilkynnti þann 10. september 2013 að Samkeppniseftirlitið hefði hafið
rannsókn á félaginu og kallað eftir gögnum. Félagið hefur ítrekað óskað eftir
upplýsingum um hin meintu brot á samkeppnislögum og hefur af því tilefni kært
ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins í tvígang til Áfrýjunarnefndar
samkeppnismála. Þann 30. september sl. tilkynnti félagið að Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hefði fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 3. júní
sl. að hluta og lagt fyrir eftirlitið að afhenda félaginu umbeðin gögn innan
tveggja vikna. Félaginu bárust gögnin þann 8. október sl. og vörpuðu þau ekki
frekara ljósi á grundvöll málsins. 

Fram kom í umfjöllun RÚV að Samkeppniseftirlitið hafi kært forstjóra og
ótilgreinda starfsmenn félagsins til Sérstaks saksóknara fyrir brot á 10. gr.
samkeppnislaga. 

Í umfjöllun RÚV er vísað til kæru Samkeppniseftirlitsins til Sérstaks
saksóknara. Félagið hefur kæruna ekki undir höndum og getur því hvorki upplýst
um efni hennar, né að hvaða einstaklingum hún beinist. Ljóst má vera af
umfjöllun RÚV að fjölmiðillinn er með mun ítarlegri upplýsingar um rannsókn
málsins en félagið sjálft. 

Félagið hafnar því með öllu að hafa gerst brotlegt við ákvæði samkeppnislaga.