2008-05-14 18:40:21 CEST

2008-05-14 18:41:23 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sandgerðisbær - Ársreikningur

- Ársreikningur 2007


Á 265. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þann 7. maí 2008 fór fram fyrri
umræða um ársreikning Sandgerðisbæjar.  Þann 21. maí 2008 fer seinni umræðan
fram. 

Ársreikningur Sandgerðisbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög
um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og
auglýsingar fjármálaráðuneytisins um reikningsskil sveitarfélaga. 

Starfsemi Sandgerðisbæjar er skipt í tvo hluta.  Annars vegar A hluta sem er
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum og hins
vegar B hluta sem eru fyrirtæki að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins
og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2006 námu 879,9 millj. kr. en á árinu
2007 urðu þær 973,5 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar
af námu rekstrartekjur A hluta 866,8 millj. kr.  Álagningarhlutfall útsvars var
12,7% en lögbundið hámark þess er 13,03%. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B
hluta, var jákvæð um 2.058,5 millj. kr., en í A hluta námu tekjur umfram gjöld
2.145,2 millj. kr.  Tekjufærsla söluhagnaðar vegna eignarhluta í Hitaveitu
Suðurnesja hf. nam 2.045,7 millj. kr.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2007
nam 2.525,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta 2.965,9
millj. kr. 

Laun og launatengd gjöld hjá samstæðunni voru 522,4 millj. kr.  Fjöldi
starfsmanna var 145 á árinu í 119 stöðugilum.  Skatttekjur sveitafélagsins voru
453 þús. kr. á hvern íbúa. 

Á árinu 2007 var unnið mikið að gatnagerð í nýjum hverfum bæjarins auk þess sem
hluti Strandgötunnar var endurnýjaður.  Unnið var við frágang lóðar og
skrúðgarðs við stjórnsýsluhús bæjarins. 

Undanfarin ár hefur verið mikil fjölgun íbúa í Sandgerðisbæ. Búist er við að
íbúum haldi áfram að fjölga á næstu árum. Mikil uppbygging er í sveitarfélaginu
hjá einstaklingum og fyrirtækjum.  Fjöldi íbúða er í byggingu og eru áfram
miklar framkvæmdir við vegagerð samfara uppbyggingunni í bæjarfélaginu.  Á
árinu 2007 hefur verið unnið að viðbyggingu við íþróttahús og nýbyggingu 25m
útisundlaugar í samvinnu við Fasteign og lýkur þeirri framkvæmd á  árinu 2008. 
Á árinu 2008 verður byggð ný deild við leikskólann, grunnskólinn stækkaður og
mikil uppbygging verður á íþróttasvæðum bæjarins m.a. byggt fjönotahús og
golfvöllurinn stækkaður. 

Hagrætt hefur verið í rekstri Sandgerðishafnar á undanförnum árum.
Rekstrarniðurstaðan batnar en er samt neikvæð um 27,4 millj. kr.  Höfnin er sem
fyrr mjög skuldsett  og þeim skuldum fylgir mikill fjármagnskostnaður. 

Stofnaður hefur verið sérstakur sjóður innan A hluta bæjarsjóðs sem heldur utan
um hagnaðinn af sölu á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja.  Raunávöxun sjóðsins
mun verða nýtt árlega í þágu íbúa sveitarfélagsins en verðbættur höfustóll
geymdur til ávöxtunar. 

Lykiltölur: Sjá í meðfylgjandi viðhengi